fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 09:23

Arnar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum sé „ný tegund óskapnaðar sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“

Arnar segir dóminn réttarafarslegt „gustukaverk“ og að með dómnum hafi MDE sýnt stjórnskipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu,:

„…með því að gefa ekk­ert fyr­ir þá staðreynd að bæði Alþingi og Hæstirétt­ur Íslands, sem og raun­ar for­seti lýðveld­is­ins að und­an­geng­inni lög­fræðilegri út­tekt, höfðu áður fjallað um málið og að þess­ar meg­in­stoðir lýðveld­is­ins höfðu ekki látið til­greinda ann­marka leiða til þeirr­ar niður­stöðu sem meiri­hluti MDE kemst að, þ.e. að ástæða sé til að draga í efa að málsaðilar njóti rétt­látr­ar málsmeðferðar fyr­ir óháðum og óhlut­dræg­um dómur­um.“

Gengur of langt

Arnar telur dóminn vera umfram tilefni:

„All­ir sem til þekkja mega vita að málsaðilar sem dæmd­ir voru af ein­hverj­um þeirra fjög­urra Lands­rétt­ar­dóm­ara sem hér um ræðir höfðu ekki efn­is­lega ástæðu til að ef­ast um hæfni dóm­ar­anna og óhlut­drægni þeirra. Þegar meiri­hluti MDE kemst að þeirri niður­stöðu að skip­un dóms­ins hafi brotið gegn mann­rétt­ind­um dómþola tel ég blasa við að MDE er sjálf­ur kom­inn út í ein­hvers kon­ar póli­tík, sem ekki er endi­lega betri en sú póli­tík sem iðkuð er af fólki sem þó hef­ur haft fyr­ir að bjóða sig fram í lýðræðis­leg­um kosn­ing­um og hlotið lýðræðis­legt umboð til að taka ákv­arðanir sem varða mikla hags­muni rétt­ar­rík­is­ins Íslands. Minna ber á að dómur­um er ætlað að veita öðrum valdþátt­um aðhald en ekki að stýra för. Á þess­um grunni er ég sam­mála þeirri álykt­un minni­hluta MDE að niðurstaða meiri­hlut­ans gangi of langt og sé„um­fram til­efni“. Eins og fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar Íslands um málið og ný­gengn­um dómi MDE hefðu dóms­málaráðherra og Alþingi mátt standa bet­ur að meðferð máls­ins, en eins og minni­hlut­inn orðar það, þá eiga slík „sigl­inga­fræðileg mis­tök“ flug­manns­ins (dóms­málaráðherra/​Alþing­is) ekki að verða til þess að „flug­vél­in“ (ís­lenskt rétt­ar­kerfi) sé „skot­in niður““.

Algjört uppnám

Arnar segir dóminn hafa sett íslenskt réttarkerfi í algert uppnám og eftirskjálftarnir muni vara lengi. Í millitíðinni muni dæmdir menn krefjast þess að fá afplánun sinni frestað:

„Enn al­var­legri tel ég þó þá staðreynd að hér hef­ur er­lend­ur dóm­stóll tekið fram fyr­ir hend­urn­ar á lög­mæt­um hand­höf­um ís­lensks rík­is­valds. Þeir síðar­nefndu svara til ábyrgðar gagn­vart ís­lensk­um al­menn­ingi, en MDE ekki. Vilji menn láta þetta yfir sig ganga er eins gott að þeir séu meðvitaðir um fórn­ar­kostnaðinn. Ef ís­lenska ríkið mót­mæl­ir ekki niður­stöðunni væri búið að leggja línu sem er á skjön við ákvæði stjórn­ar­skrár um æðstu hand­höfn rík­is­valds. Af­leiðing­ar þess má nú þegar sjá í því upp­námi laga og friðar sem niðurstaða MDE hef­ur valdið. Hér er því um grund­vall­ar­mál að ræða fyr­ir lýðveldið Ísland, sem kall­ar á sér­staka at­hygli og snör viðbrögð.“

Misst sjónar á markmiði sínu

Arnar segir að MDE hafi fests sig í lagatæknilegum atriðum í stað þess að horfa til heildarmyndarinnar:

„Úrlausn MDE má jafna til þess að dóm­stóll­inn ýti til hliðar stjórn­skip­un­ar­hefðum sem hafa verið öld­um sam­an í mót­un. Með því má segja að MDE taki sér æðsta (og ótemprað) vald yfir lög­um, stjórn­mál­um og laga­fram­kvæmd á Íslandi. Í því sam­hengi geta menn velt fyr­ir sér hvort MDE hefði kom­ist að sömu niður­stöðu ef stærra ríki en Ísland hefði átt í hlut. Fái þessi niðurstaða að standa er verið að skera á bönd­in milli ís­lensks al­menn­ings og þeirra stofn­ana sem fara með æðsta ákvörðun­ar­vald í mál­efn­um þjóðar­inn­ar. Dóm­ur MDE end­ur­spegl­ar vafa­laust færni dóm­ar­anna í lög­tækni, en get­ur verið að þarna hafi menn farið að hugsa of mikið um hið tækni­lega á kostnað yf­ir­sýn­ar, heild­ar­sam­heng­is og þess sem kenna mætti við efn­is­leg mann­rétt­inda­brot? Ef svo er, þá hef­ur MDE misst sjón­ar á bolt­an­um sem dómn­um er ætlað að vakta. Miðað við op­in­ber­ar mála­töl­ur um mál sem bíða meðferðar hjá MDE færi þá kannski bet­ur á að dóm­stóll­inn beindi kröft­um sín­um aft­ur að því að fást við mann­rétt­indi, frem­ur en að fram­kvæma það sem Al­ex­is de Tocqu­eville (1805-1859) lýsti sem nýrri teg­und harðstjórn­ar, þ.e. „að smætta hverja þjóð niður í að vera ekki meira en hjörð of­ur­var­kárra og vinnu­samra dýra, sem rík­is­stjórn­in gæt­ir“. Það er illa fyr­ir lýðveld­inu komið ef stjórn­mála­menn og æðstu emb­ætt­is­menn lýðveld­is­ins eiga að kasta frá sér hlut­verki sínu gagn­vart stjórn­ar­skrá, stjórn­skip­un­ar- og laga­hefðum í því skyni að of­ur­selja sig ólýðræðis­legu valdi. Slíka vald­beit­ingu á að kalla sínu rétta nafni, jafn­vel þótt hún skrýðist bún­ingi mann­rétt­inda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“