fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Halldóri Blöndal heitt í hamsi og skammaði mótmælendur á Austurvelli – „Þetta er ofbeldi við okkar tilfinningar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 13:15

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framganga Halldórs Blöndal, fyrrverandi forseta Alþingis, á Austurvelli í gær vakti athygli samkomugesta. Samkvæmt sjónarvottum var Halldór æstur og reiður og skammaðist út í hvern þann er heyra vildi, því hann taldi að mótmælendur væru að sýna styttunni af Jóni Sigurðssyni óvirðingu. Þá átaldi hann mótmælendur fyrir að ganga illa um Austurvöll, en fleiri hafa haft orð á að umgengni hafi ekki verið til fyrirmyndar.

No borders hópurinn, sem staðið hefur fyrir mótmælum hér á landi gegn aðstöðu og aðbúnaði hælisleitenda, hengdi einnig spjald um háls styttunnar af Jóni Sigurðssyni sem á stóð:

„I´m surrounded by marvelous people“, eða „Ég er umkringdur undraverðu fólki.“

Halldóri blöskraði framganga mótmælenda í gær.

Óviðeigandi hegðun

Halldór, sem er fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, er þó ekki á sama máli, því hann telur með þessu athæfi hafi minning Jóns Sigurðssonar verið svert. Hann kannast þó ekki við að hafa haft sig í frammi með neinum æsingi, heldur hafi hann sýnt fyllstu kurteisi:

„Þeir hengdu eitthvað drasl upp á styttuna af Jóni Sigurðssyni. Ég sagði að mér fyndist þetta óviðeigandi, en ég sýndi þessu fólki fulla kurteisi,“

sagði Halldór við Eyjuna í dag og gagnrýndi hælisleitendur fyrir hegðun sína:

„Mér finnst hælisleitendur bara eiga að sýna okkur kurteisi. Ef ég væri að leita hælis í öðru landi myndi ég ekki byrja á því að sýna yfirgang. Mér finnst þetta nú ekki góðs viti að koma svona fram.“

Lítil samúð

Halldór hefur litla samúð með þeim er sýna af sér slíka hegðun:

„Samúð? Ég hef ekki samúð með mönnum sem ganga fram með slíkum hætti. Ég hef samúð með mönnum sem koma frá eymd sinni. En ekki með mönnum sem ferðast milli landa í alþjóðasamtökum og hafa næga peninga.“

Aðspurður hvort það væri tilfellið, að hælisleitendur hefðu næga peninga milli handanna, minntist Halldór á að klæðaburður þeirra hefði ekki gefið annað til kynna:

„Þeir báru sig þannig fannst mér. En þeir báru sig ekki þannig að þeir þyrftu að sýna háttvísi til að fá landvistarleyfi“

Friðsamlegt ofbeldi

Til ryskinga kom fyrir viku síðan milli mótmælenda og lögreglu þar sem piparúða var beitt. Var lögreglan sökuð um að beita óþarflegri hörku, en lögreglan sagði um hefðbundnar aðferðir að ræða og minnti á að ekki hefði verið sótt um leyfi fyrir mótmælunum.

Mótmælendur höfðu þó fullt leyfi borgaryfirvalda um helgina og reistu stórt tjald á Austurvelli þar sem sumir gistu næturlangt. Fóru mótmælin þó friðsamlega fram og án afskipta lögreglu.

Halldór segir þó að um ofbeldi hafi verið að ræða:

„Þetta er ofbeldi, að vaða upp á þann mann sem Íslendingum þykir vænst um, sem er stærsta nafn okkar í sjálfstæðisbaráttunni. Að klifra upp á hann og hengja upp á hann drasl. Þetta er ofbeldi við okkar tilfinningar. Ég fór þarna til að skoða þetta og gekk hringinn í kringum Jón. Sagði að mér fyndist þetta óviðkunnanlegt því mér þætti vænt um Jón Sigurðsson og minningu hans. Ég tel það ekkert skrítið að fyrrverandi forseta Alþingis leiðist svona framkoma. Þeir spilla því að fólk geti notið Austurvallar. Svo fannst mér nú líka ósmekklegt að einhver maður, Íslendingur sem vék sér upp að mér, taldi að Jón Sigurðsson hefði verið ómerkilegur maður, en það er ekkert við því að gera auðvitað,“

sagði Halldór og undraðist fjarvera lögreglu, því hún hefði væntanlega verið kölluð til ef menntskælingar hefðu tekið upp á því að gera slíkt hið sama við styttuna af Jóni.

Borgarstjóra til háðungar

Fleiri hafa tekið undir gagnrýni Halldórs. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor, segir mótmælendurna eiga ekkert erindi hingað, viðhafi það slíka framkomu:

„Þessi ljósmynd verður Degi borgarstjóra ætíð til háðungar og stórkostlegrar skammar. Hælisleitendurnir, sem hann bauð afnot af Austurvelli til að mótmæla (og tjalda!), þakka fyrir sig með því að smána leiðtoga sjálfstæðisbaráttunnar, Jón Sigurðsson. Ég vil ekki veita fólki, sem ber ekki virðingu fyrir þjóðararfi okkar og umhverfi, heldur sóðar allt út, hæli. Það á ekki erindi hingað.“

Og einnig:

„Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann. Ég hefði aldrei trúað því, að þetta yrði liðið. Og aðeins nokkrir mánuðir síðan við héldum upp á 100 ára fullveldi!“

Ekki farið að landslögum

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðsiflokksins, segir:

„Kjarni baráttu No Borders er að ekki skuli farið að landslögum gagnvart hópi þess fólks sem samtökin taka undir verndarvæng sinn. Kröfur af þessu tagi fela í sér að ekki séu allir jafnir fyrir lögunum. Sé þessum kröfum andmælt er hrópar No Borders-fólkið að ráðist sé á minnihlutahópa. Að stjórnendur Reykjavíkurborgar skuli leggja Austurvöll undir tjaldstæði vegna þessa segir enn eina söguna um stjórnarhætti í ráðhúsinu.“

Ekki slæmur aðbúnaður

Í svipaðan streng tekur Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins og dregur í efa þann slæma aðbúnað hælisleitenda sem kvartað sé undan:

„Hve lengi eiga tjaldbúðirnar að standa á Austurvelli? Ljósmyndir Útlendingastofnunar af aðbúnaði í Keflavík gefa ekki til kynna að illa sé búið að fólkinu nema síður sé. Er til of mikils mælst að minning Jóns Sigurðssonar sé ekki vanvirt af þeim aðilum sem þarna eiga hlut að máli?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”