fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Kapítalisminn er ekki fullkominn – Getum ekki skellt skollaeyrum við kröfum þeirra lægst launuðu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 07:50

Óli Björn Kárason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hægri menn verði að vera tilbúnir að horfast í augu við að kapítalisminn sé ekki fullkominn og að þeir geti ekki leyft sér að skella skollaeyrum við kröfum þeirra lægst launuðu.

Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni Nokkur orð til hægri manna. Þar segir Óli Björn að Íslendingar hefðu seint brotist út úr haftaþjóðfélagi til velmegunar ef hugmyndafræði sósíalismans hefði fengið að ráða.

„Opinber innflutningsskrifstofa sem útdeildi innflutningsleyfum hefði lifað góðu lífi og Raftækjaverslun ríkisins væri enn starfandi. Epli, appelsínur, erlent sælgæti, fjölbreytilegur fatnaður og annað sem við göngum að sem sjálfsögðum hlutum, væri litið á sem sóun og munað sem ekki ætti að leyfa nema þá helst á jólunum. Almenningur gæti aðeins látið sig dreyma um bíla, mótorhjól, tölvur, snjallsímar og ferðalög til annarra landa. Sósíalistar hefðu tryggt að ríkið sæti eitt að ljósvakamarkaðinum – engar frjálsar útvarps- eða sjónvarpsstöðvar væru starfræktar. Gamli ríkisrekni Landssíminn sæti einn að markaðinum með tilheyrandi fábreytni og lélegri þjónustu. Nova, Vodafone? Ekki láta ykkur dreyma.”

Segir Óli og víkur að menntakerfinu:

„Leik- og grunnskóli undir merkjum Hjallastefnunnar væri aðeins til í hugskoti Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Einkareknir skólar eru eitur í beinum sósíalista. Háskólinn í Reykjavík? Nei takk. Verslunarskólinn, Tækniskólinn, Ísaksskóli og Landakotsskóli. Ekkert rugl. Menntun og tækifæri til menntunar eiga að vera ríkisrekin í fyrirmyndarríki sósíalista.“

Segir hann og segir síðan að hugmyndafræði sósíalismans hafi hvergi gengið upp:

„Hugmyndafræði sósíalismans hefur hvergi gengið upp – hvergi staðið undir þeim fögru loforðum og fyrirheitum sem gefin hafa verið og margir heillast af. Skiptir engu hvort litið er til blóði drifinnar sögu Sovétríkjanna sálugu, eða þeirrar martraðar sem almenningur býr við í dag í Norður-Kóreu, á Kúbu eða í Venesúela. Sósíalisminn lofar öllum velmegun, jafnrétti og öryggi. Hugmyndafræðin hefur skilað fátækt, eymd, misrétti og ofbeldi.“

Hann segir síðan að undir formerkjum jöfnuðar sé persónufrelsið tekið yfir af stjórnvöldum fyrir hönd fólksins. Hlutverkið verði ekki lengur að tryggja réttindi einstaklinga eða standa vörð um réttarríkið heldur fara með völdin í nafni alþýðunnar.

„Saga hefur ekki reynst sósíalismanum hliðholl. Hvert af öðru breytast draumaríkin í martröð almennings – auðlegð verður að örbirgð alþýðunnar. Enn eitt „tilraunaland“ sósíalismans er komið að hruni. Venesúela, sem um miðja síðustu öld var í hópi ríkustu landa heims, er á barmi gjaldþrots. Skortur er á flestum nauðsynjum; mat, neysluvatni, lyfjum og rafmagni. Verðbólga er yfir milljón prósent og einn af hverjum tíu landsmanna hafa flúið land. Sanntrúaðir sósíalistar á Vesturlöndum kenna öllu öðru en hugmyndafræðinni um hrun samfélagsins í Venesúela.”

Hann rekur síðan ýmsilegt er hann telur hafa stuðlað að falli Sovétríkjanna sálugu og segir sósíalisma ekki aðeins leiða til sóunar heldur sé hann versti óvinur náttúrunnar.

Kapítalisminn er ekki fullkominn

Hann segir að hægri menn verði að skilja tortryggnina sem ríki í garð þeirra, nú sé sótt að hugmyndafræði frjálsra markaðsviðskipta.

„Sósíalistar virðast hafa fengið byr að nýju í seglin víða á Vesturlöndum sem og popúlískir einangrunar- og þjóðernissinnar sem berjast gegn frjálsum viðskiptum. Við hægri menn getum haldið áfram að gagnrýni sósíalismann og draga fram jafnt sögulegar sem samtíma staðreyndir. Og um leið lagt til atlögu við öfgafulla einangrunarsinna. Slíkt er nauðsynlegt en dugar skammt. Við þurfum að vera tilbúnir til að verja markaðshagkerfið – kapítalismann sem þrátt fyrir ófullkomleika hefur tryggt aukna velmegun og frelsi til orða og æðis.”

Segir Óli Björn og bætir við:

„Til að ná árangri verðum við að vera tilbúnir til að horfast í augu við kapítalisminn er ekki fullkominn og reyna að skilja þá tortryggni sem gætir í garð markaðsbúskapar. Við getum ekki leyft okkur að skella skollaeyrum við kröfum þeirra sem lægstu launin hafa eða gert lítið úr daglegum áhyggjum þeirra sem berjast við að láta enda ná saman.”

Hann segir að á vakt talsmanna frelsis og takmarkaðra ríkisafskipta hafi ríkið þanist út.

„Ekki aðeins í fjölda starfsmanna eða í milljörðum talið, heldur ekki síður með því að mynda frjóan jarðveg fyrir frumskóg reglugerða og laga. Í stað þess að einfalda líf einstaklinga og gera það þægilegra hefur það verið flækt. Hægt og bítandi hefur hið opinbera orðið leiðandi í launaþróun.“

Hann lýkur síðan greininni á að fjalla um hvernig hægt sé að bæta úr þessu og snúa dæminu við og tryggja að almenningur geti treyst því að leikreglurnar í frjálsu markaðshagkerfi séu réttlátar og taki ekki mið af þeim sem standa best eða fara með völdin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi