fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Hannes Hólmsteinn: „Fátæklingur í frjálsu hagkerfi lifir miklu betra lífi en meðalmaður í ófrjálsu hagkerfi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, veltir því fyrir sér við hvers konar skipulag hagur hinna verst settu sé líklegast til að verða sem best, á Eyjubloggi sínu um helgina.

Hannes segir:

„Tveir kunnustu hugsuðir nútímajafnaðarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur því fram, að á stofnþingi stjórnmálanna muni skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eigin stöðu og möguleika síðar meir, setja þá frumreglu, að tekjudreifingin skuli vera jöfn, nema tekjumunur stuðli að bættum kjörum hinna verst settu. Ég hygg, að Rawls takist ekki það ætlunarverk sitt að réttlæta endurdreifingu tekna. Það breytir því ekki, að vissulega má spyrja: Við hvers konar skipulag er hagur hinna verst settu líklegur til að verða sem bestur?“

Sterk fylgni

Hannes hefur til hliðsjónar alþjóðlegu vísitölu atvinnufrelsis, sem mæld er af Fraser-stofnuninni í Kanada ár hvert, með aðstoð sérfræðinga. :

„Í mælingunni 2018 var stuðst við tölur frá 2016. Mælt var atvinnufrelsi í 123 löndum. Hagkerfi Hong Kong, Singapúr, Nýja Sjálands, Sviss og Írlands reyndust hin frjálsustu í heimi, en ófrjálsust voru hagkerfi Venesúela, Líbíu, Argentínu, Alsírs og Sýrlands (en áreiðanlegar tölur eru ekki til um hagkerfi Kúbu og Norður-Kóreu). Ef hagkerfum heims var skipt í fjóra hluta, þá kom í ljós sterk fylgni milli góðra lífskjara og víðtæks atvinnufrelsis. Meðaltekjur á mann í frjálsasta fjórðungnum voru $40.376, en í hinum ófrjálsasta $5.649 (í Bandaríkjadölum ársins 2011). Í frjálsustu hagkerfunum voru lífslíkur enn fremur lengri, heilsa betri og fátækt minni en í hinum fjórðungunum.“

Lifir betra lífi

Hannes segir að Rawls hafi þó mestan áhuga á þeim verst settu og segir tölurnar þar vera afdráttarlausar:

„Meðaltekjur á mann í 10% tekjulægsta hópnum í frjálsasta fjórðungnum voru $10.660, en $1.345 í ófrjálsasta fjórðungnum. Með öðrum orðum voru kjör hinna tekjulægstu í frjálsasta fjórðungnum ($10.660) nær tvöfalt betri en meðaltekjur í ófrjálsasta fjórðungnum ($5.649). Fátæklingur í frjálsu hagkerfi lifir miklu betra lífi en meðalmaður í ófrjálsu hagkerfi. Niðurstaðan er ótvíræð: Jafnvel þótt við myndum samþykkja þá reglu Rawls, að ójöfn tekjudreifing réttlættist af því einu, að hagur hinna verst settu yrði við hana betri en ella, krefst reynslan þess, að við myndum velja frjálst hagkerfi, samkeppni og séreign.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum