fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Reykjanesbær orðinn fjölmennari en Akureyri

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. febrúar 2019 15:37

Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum Þjóðskrár er Reykjanesbær kominn fram úr Akureyri í fólksfjölda. Er sá fyrrnefndi því 4. stærsta sveitarfélagið, en Akureyri það fimmta stærsta. Samkvæmt tölum frá 1. febrúar er íbúafjöldi Reykjanesbæjar 18,968, en á Akureyri búa 18,928 manns.

Fjölgunin í Reykjanesbæ var 86 manns milli 1. desember og 1. febrúar, en 28 á Akureyri.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 438 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. febrúar sl. Þetta er hlutfallsleg fjölgun upp á  0,3%. Þau sveitarfélög sem næst komu voru Mosfellsbær með 145 íbúa (1,3% fjölgun) og Kópavogur með 142 íbúa (0,4% fjölgun).

Hlutfallslega mest fjölgun í Skorradalshreppi

Þegar horft er til alls landsins þá fjölgaði íbúum Skorradalshrepps hlutfallslega mest eða um 8,6% en íbúum þar fjölgaði úr 58 í 63 íbúa.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Árneshreppi, um 5,0% og í Borgarfjarðarhreppi um 2,8%.
Þá fækkaði íbúum í 29 sveitarfélögum af 72 sveitarfélögum landsins í síðan  frá 1. desember sl.

Fækkun í þremur landshlutum af átta

Fækkun hefur orðið í þremur landshlutum frá 1. desember sl. Mest fækkaði á Vesturlandi eða um 33 íbúa sem er 0,2% fækkun.  Ennfremur var lítilsháttar fækkun á Austurlandi og Vestfjörðum.
Hlutfallslega mest fjölgun varð á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum eða um 0,4%. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 824 íbúa og íbúum á Suðurnesjum um 121 íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir