fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Vigdís um starfsmenn Reykjavíkurborgar: „Tel það ekki vera flókið verk að raða saman dagskrá og boða til fundar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, gagnrýnir að fella hafi þurft niður fundi í ráðum Reykjavíkurborgar vegna vetrarfría í grunnskólum. Skólafrí voru á mánudag og þriðjudag, en fyrirhugaðir fundir í umhverfis- og heilbrigðisráði, skipulags- og samgönguráði og borgarráði voru skipulagðir í dag, miðvikudag og á morgun, fimmtudag. Morgunblaðið greinir frá.

Fjölskylduvæn borgarstjórn

Vetrarfríin eru auglýst af Reykjavíkurborg sem samverustund fjölskyldunnar og segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, að það sé markmiðið einnig í borgarstjórn:

 „Við erum að gera borgarstjórn og Reykjavíkurborg að fjölskylduvænum vinnustað. Það er vetrarfrí í skólum borgarinnar þessa vikuna,“

segir Sigurborg við Morgunblaðið og tekur fram að frídagarnir, mánudagur og þriðjudagur, séu jafnan notaðir til undirbúnings þeirra funda sem haldnir séu á miðvikudögum og fimmtudögum. Nefnir hún að það yrði mjög erfitt að halda óbreyttu plani varðandi fyrirhugaða fundi, það gæfist engin tími fyrir undirbúningsfundi og teldist ekki góð vinnubrögð.

Varðar brot á reglum

Haft er eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs, að um brot á vinnureglum hefði verið að ræða, ef fundirnir hefðu ekki verið felldir niður:

„Öll fundahöld í pólitíkinni eru undirbúin af starfsmönnum. Fundur borgarráðs á fimmtudegi er undirbúinn á mánudegi og á hádegi eru lokaskil á gögnum. Það hefði brotið allar vinnureglur um aðgang að gögnum og tímafyrirvara,“

svaraði Þórdís aðspurð, hvort ekki hefði verið hægt að undirbúa fimmtudagsfund borgarráðs í dag, miðvikudag.

Ekki flókið verk

Vigdís Hauksdóttir telur þetta vera undarleg vinnubrögð, það sé nú ekki mikið mál að undirbúa þessa fundi:

„Ég tel það ekki vera flókið verk að raða saman dagskrá og boða til fundar. Ég hefði gjarnan viljað hafa fund í borgarráði vegna allra þessara mála sem nú eru í gangi. En þetta er auðvitað eitthvað sem meirihlutinn í borginni ákveður og við sem erum í minnihlutanum fáum engu ráðið um það. Fundafall hjá borginni í heila viku – ég set vissulega spurningarmerki við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?