Félagsdómur hefur dæmt Sjómannafélag Íslands til að greiða eina og hálfa milljón króna sekt í ríkissjóð vegna brottvikningar Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu.
RÚV greindi fyrst frá.
Heiðveig María hugðist bjóða sig fram til formanns félagsins í fyrra, en var rekin úr félaginu þar sem trúnaðarmannaráð taldi hana hafa unnið gegn hagsmunum félagsins með gagnrýni á stjórn þess og starfsmenn félagsins.
Í dómi Félagsdóms, sem ekki er hægt að áfrýja, segir að dómurinn telji að lýðræðislegur grundvöllur stéttarfélaga hafi verið virtur að vettvugi og að Sjómannafélagið hafi látið hana gjalda þess að vilja hafa áhrif á stjórn félagsins. Ásetningur um að fella úr gildi rétt hennar hafi verið skýr. Óhætt er að segja að um fullnaðarsigur hafi verið að ræða.
Sjómannafélagið var eins og áður segir dæmt til að greiða eina og hálfa milljón króna í sekt, auk þess að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað.
Heiðveig var í viðtali við DV í fyrra: Heiðveig María í ólgusjó:Mátti ekki vera ólétt í vinnunni: „Margir sögðust ekki ráða konur, punktur“