fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Hátekjuskattþrep kom aldrei til skoðunar hjá Bjarna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 11:35

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nýtt skattþrep til sögunnar, sem lækka á skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig og auka á ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með um 325 þúsund krónur á mánuði í laun, um rúmar 80 þúsund krónur á ári.

Ekki ríkti mikil sátt um þessa ákvörðun úr hópi forystu verkalýðshreyfingarinnar og bent var á að sjálfur hefði Bjarni talað gegn slíku þriggja þrepa skattkerfi undanfarin ár.

Sjá nánarSjáðu hvað Bjarni Ben hefur áður sagt um þriggja þrepa skattkerfi

Kom aldrei til greina

Kynning Bjarna var byggð á vinnu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa, en með formennsku í hópnum fór Axel Hall, lektor í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.

Hann segir við Morgunblaðið að hópnum hafi ekki verið falið að skoða áhrif og útfærslur hátekjuskattþreps, líkt og krafa er um frá ASÍ og BSRB í fjögurra þrepa skattkerfi:

„Okkur voru ekki lagðar línur um það og það gerði það einfaldlega að verkum að við horfum ekki til útfærslu þess. Enda fólst ekki í okkar umboði að hækka skatta og það verður að horfa á tillögur sérfræðingahópsins í því ljósi,“

sagði Axel, en sérfræðihópurinn heyrði undir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Skattalækkun greidd með vegtollum

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, hefur gagnrýnt nýja skattþrepið harðlega. Hann segir meðal annars:

„Alveg með ólíkindum hvað stjórnmálafólkið hefur látið binda sig á höndum og fótum með þessari fjármálaáætlun, láta eins og hún sé stjórnarskrá lýðveldisins. Fólk sem sinnir engu niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna, telur sig geta sagt þjóðinni að halda kjafti, telur sig nú algjörlega valdalaust frammi fyrir fjármálaáætlun. Og hvað er fjármálaáætlun? Hún er plagg sem samið er í fjármálaráðuneytinu til að tryggja feng hinna ríku eftir nýfrjálshyggjuárin, staðfesta skattaafsláttinn til þeirra í gegnum lágan tekjuskatt fyrirtækja, lágan fjármagnstekjuskatt, enga eignaskatta o.s.frv. Þetta plagg rennur í gegnum þingið nánast ólesið, þingmenn ráða ekki við langan texta sem virðist byggja á hagfræði, en byggir auðvitað fyrst og síðast á trúarsetningum nýfrjálshyggjunnar.“

„Svigrúm ríkisstjórnarinnar til skattalækkana til almennings = 14 milljarðar króna. Áætluð innheimta á vegatollum af almenningi á ári samkvæmt nefndaráliti samgöngunefndar = 14 milljarðar króna. Ég er ekki að grínast, þetta fólk er í alvörunni að ráðgera að láta ykkur borga þá skammarlegu skattalækkun sem þau kynntu í gær. Þetta verður eins og með skuldaniðurfærsluna sem Bjarni og Sigmundur kynntu sem gjöf þeirra til ykkar. Millitekju- og láglaunafólk borgaði hana með skerðingu vaxtabóta, voru í verri málum eftir 2-3 ár.“

Dregið úr jöfnun skattkerfisins

Skýrsla sérfræðingahópsins var kynnt í gær. Meðal helstu niðurstaðna hennar voru:

  • Raunskattskrið hefur orðið með hækkun launa umfram skattleysismörk sem hefur valdið því að dregið hefur úr jöfnun skattkerfisins.
  • Skattleysismörkin hafa gefið eftir og nálgast hin Norðurlöndin, en eru enn hæst hér á landi.
  • Hlutfall skattgreiðenda er nú sambærilegt við það sem gerist á Norðurlöndum.
  • Kaupmáttur allra tíunda hefur vaxið frá árinu 2000, mestur hefur vöxturinn verið hjá neðstu tíundum.
  • Heildarskattbyrði launafólks er almennt lægst hér á landi af Norðurlöndunum en grunnprósentan hér er hæst og þrepin eru jafnframt fæst.
  • Tekjuöflun hins opinbera hefur breyst frá upphafi staðgreiðslukerfisins þannig að vægi beinna skatta hefur aukist og vægi óbeinna skatta minnkað. Þessi þróun hefur haft mildandi áhrif á raunskattskriðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund