fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Bjarni Benediktsson sakaður um „grófar“ og „vísvitandi“ blekkingar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu-Stéttarfélagi og prófessor í félagsvísindum við Háskóla Íslands, segir að fullyrðingar fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópa, standist ekki. Þá setur hann einnig út á vinnubrögð sérfræðingahóps Bjarna sem skilaði í gær skýrslu um skattamál. Þetta kemur fram á Eyjubloggi Stefáns í dag:

„Fjármálaráðherra hefur sagt undanfarið að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópa hafi hækkað meira en ráðstöfunartekjur þeirra tekjuhæstu. Þetta er líka fullyrt í nýrri skýrslu sérfræðingahóps fjármálaráðherra um skattamál. Þetta er hins vegar mjög rangt ef menn horfa til allra skattskyldra tekna, það er að meðtöldum öllum fjármagnstekjum hátekjuhópanna. Menn eiga auðvitað að byggja allan slíkan samanburð á öllum skattskyldum tekjum, en ekki sleppa stórum hluta tekna hátekjuhópanna (fjármagnstekjum).“

Stefán birtir síðan töflu þar sem sjá má tölurnar fyrir fjölskyldur (hjón og sambúðarfólk), annars vegar fyrir 1993 og hins vegar fyrir 2017, ásamt breytingu á tímabilinu í prósentum.

Gögnin koma úr gagnabanka stjórnvalda (tekjusaga.is). Allar skattskyldar tekjur eru meðtaldar.

 

Vísvitandi rangfærsla

Stefán segir að hæstu tekjurnar hafi hækkað mun meira en þær lægstu:

„Þeir sem voru í tekjuhæsta hópnum (efstu tíund) voru að meðaltali með 940 þúsund krónur á mánuði 1993 en ríflega tvöfölduðu tekjur sínar til 2017, upp í 1.986 þúsund (á föstu verðlagi). Það er hækkun um 111,3% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 4,6% á ári hverju. Lágtekjuhópurinn (lægsta tíund) fór hins vegar úr rúmlega 309 þúsund kr. á mánuði í 443 þúsund. Engin tvöföldun þar. Það er hækkun um 43,2% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 1,8% á ári hverju. Hæstu tekjurnar hækkuðu mun meira en tvöfalt það sem lægstu tekjur hækkuðu. Það er mjög mikill munur á alla mælikvarða. Að sleppa því að telja fjármagnstekjur með er vísvitandi rangfærsla um tekjuþróunina.“

Blekkingarleikur

„Fjármagnstekjur koma fyrst og fremst í tekjuhæstu hópana og þær njóta skattfríðinda í formi minni álagningar en er á laun stritvinnandi fólks. Slíkur samanburður, eins og ráðherra og sérfræðingar hans gera, felur í sér að taka fyrst út drjúgan hluta af tekjum hæstu hópanna og bera svo saman! Allir sjá að slíkt er gróf blekking. Þegar menn setja þetta svo fram í samhengi kjarasamninga og segjast ekki skilja að láglaunafólk -sem ekki nær endum saman- skuli fara fram á kauphækkun og skattalækkun, þá eru þeir vísvitandi að blekkja. Það er leiðinlegt að sjá að fagmenn sem vinna fyrir ráðuneytið skuli taka þátt í slíkum leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum