fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 13:16

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, rauk út af fundi sínum með ríkisstjórn Íslands og forsetahópi ASÍ  í stjórnarráðinu nú í hádeginu og virtist sjóða á honum. Fréttablaðið greindi frá en sagðist Vilhjálmur ekki vilja tjá sig á þeirri stundu.

Á fundinum kynntu stjórnvöld aðgerðir sínar í kjaradeilunni og hvernig liðka ætti fyrir gerð kjarasamninga, en líklegt er að fjallað hafi verið um skattabreytingar.

Vilhjálmi virðist aðeins hafa runnið reiðin er hann ræddi við Vísi en þar sagði hann aðspurður við um hvað hefði gerst:

„Ég held að réttara væri að snúa spurningunni við. Hvað gerðist ekki? Getur ekki verið að það hafi ekkert gerst? Getur ekki verið að það hafi ekkert gerst. Ég get ekki tjáð mig um innihaldið en menn verða bara að geta í eyðurnar. Hvers vegna ég labbaði út.“

Vilhjálmur bar við að hann gæti ekki greint frá efni fundarins sökum trúnaðar, en einnig vegna reiði sinnar:

„Já, það blasir við hvað hefur gerst. Hafi staðan verið alvarleg, þá bara drottinn minn dýri, þá er hún alvarleg núna. Það er þannig,“

segir Vilhjálmur við Vísi.

Hann var á svipuðum nótum við mbl.is og sagði stöðuna alvarlega:

„Ég brenn fyr­ir að hægt sé að rétta hag þeirra sem höllust­um fæti standa. Þess­ar til­lög­ur voru langt und­ir þeim vænt­ing­um. Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur.“

Eft­ir fundinn kom Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins ásamt öðrum for­ystumönnum sam­tak­anna á fund ráðherr­ana.

Fyrirhugað er að funda að nýju á fimmtudag, en búast má við að þau fjögur félög sem vísað hafa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, slíti viðræðum og hefji í kjölfarið undirbúning verkfalla.

Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur nú fyrir helgi á fundi ríkissáttasemjara, þar sem lagt var fram það skilyrði að stjórnvöld legðust í kerfisbreytingar og að skattkerfið yrði notað til að auka ráðstöfunartekjur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”