fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Sigmar: „Kjánalega mikið hlutfall af skemmdum ávöxtum og grænmeti í borðum verslana“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 14:04

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og fjölmiðlamaður, stendur vörð um íslenskan landbúnað í pistli sínum á Facebook í dag og ver þær niðurgreiðslur, beingreiðslur og styrki sem landbúnaðurinn fær hér á landi. Árið 2016 voru gerðir búvörusamningar til tíu ára sem á heildarsamningstímanum að þávirði áttu að kosta um 132 milljarða króna, sem gerir um 13 milljarða króna á ári að meðaltali.

Sigmari finnst þessum milljörðum vel varið og spyr hvað sé mikilvægara fyrir þjóð en að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu, en sjálfur telur hann sjálfstæði og óhæði í matvælaframleiðslu eina mikilvægustu stoð samfélagsins, ekki síst í ljósi mögulegra efnahagsþvingana:

„Efnahagsþvinganir eru daglegt brauð í heiminum og það væri barnalegt að halda að slíkt gæti ekki komið upp í samskiptum okkar við önnur lönd. Besta dæmið um það er nú bara IceSave, þar sem við urðum fyrir gríðarlegum þrýstingi stórra þjóða. Ég hefði ekki boðið í það ef að okkar staða hefði verið þannig að við hefðum orðið fyrir vöruskorti á matvöru og uppá önnur lönd komin í þeim efnum. Nú munu spekingar gera lítið úr þessum rökum, eins og það sé fjarstæðukennt að við sem þjóð gætum fundið okkur í þeirri stöðu einn daginn. En það er nú bara alltaf hætta á þessu.“

Lægsti gæðaflokkur grænmetis

Sigmar nefnir að samningsstaða Íslands sem sjálfbærs lands yrði allt önnur en lands sem væri háð matarinnflutningi og minnist á að senn muni siglingarleiðir um norðurskautið gera það að verkum að Ísland verði miðpunktur skipaflutninga.

Þá nefnir hann innflutning matvæla til Íslands hingað til og virðist ekki hrifinn:

„Og talandi um innflutning á matvæli. Hvernig hefur sá innflutningur gengið til þessa? Eigum við að ræða um gæðin á grænmeti og ávöxtum sem verið er að flytja til landsins? Vissulega munur á þeim eftir að Costco kom á markaðinn, en það var um það rætt að við værum að flytja hér inn lægsta gæðaflokk á ávexti og grænmeti. Ég get ekkert fullyrt um þær staðhæfingar, en ég veit að það er kjánalega mikið hlutfall af skemmdum ávöxtum og grænmeti í borðum verslana, sem maður verður aldrei var við erlendis.“

Eins og að niðurgreiða ekki menntun

Þá tekur Sigmar dæmi um menntun sem hann segir skýra skoðun sína enn frekar:

 „Umræðan um að flytja bara inn allar landbúnaðarvörur og hætta þátttöku samfélagsins í að tryggja áfram íslenska matvælaframleiðslu er álíka gáfuleg og að við ættum bara að senda alla háskólanema erlendis til háskólanáms en ekki að niðurgreiða þeirra mentun hér á landi. Kjánarökin eru nánast þau sömu. „Á ég að niðurgreiða mentun á einhverjum tannlækni sem á eftir að okra á gúmmídúknum uppí mér þegar ég ætla að njóta menntunar hans, sem ég greiddi að hluta til fyrir?“.

Að lokum spyr Sigmar af hverju landbúnaður geti ekki verið sjálfbær hér á landi án aðkomu ríkisins:

„Jú, það er smæðin, það kostar okkur hlutfallslega meira að tryggja okkar stöðu. Hvað fáum við í staðinn? Sjálfsstæði. Stöndum vörð um þetta og verum sammála um að Lambakjötið okkar, mjólkin okkar og smjörið er eins og strákarnir okkar. p.s. prófið að taka með ykkur harðfisk til útlanda og smakkið hann með erlendu smjöri…. þá fattið þið hvað við erum að framleiða fáránlega gott smjör. 🙂 Góðar stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka