fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Brot Reykjavíkurborgar rætt í Þjóðaröryggisráði – Kært til sýslumanns

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 19:00

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðaröryggisráð Íslands hélt sinn sjötta fund nýverið. Á vef forsætisráðuneytisins er greint frá því að á fundinum hafi verið rætt um „lýðræðislega framkvæmd kosninga og lögmæta meðferð persónuupplýsinga í aðdraganda þeirra“, en líkt og greint hefur verið frá braut Reykjavíkurborg persónuverndarlög í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, með sms- sendingum til ákveðinna hópa, með það að markmiði að auka kosningaþátttöku hvers hóps fyrir sig.

Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, sat fund þjóðaröryggisráðsins í dag, en ekki hefur verið greint frá orðaskiptum fundargesta ennþá, enda varðar það vafalaust við þjóðaröryggi.

Hefur athæfi Reykjavíkurborgar nú verið kært til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, en það gerði Vigdí Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í dag.

Sjá má kæruna og greinargerðina hér=  Greinargerð-og-kæra

Samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál

Þjóðaröryggisráð Íslands var skipað árið 2016 samkvæmt frumvarpi þáverandi utanríkisráðherra og er ætlað að „hafa eftirlit með því að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi við ályktun Alþingis og skal vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Ráðinu er enn fremur ætlað að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum og fjalla um önnur málefni sem varða þjóðaröryggi. Þá gera lögin ráð fyrir að þjóðaröryggisráð, í samvinnu við háskólasamfélagið, hugveitur og fjölmiðla, beiti sér fyrir opinni og lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál.

Tilkynning forsætisráðuneytisins í heild:

„Á sjötta fundi þjóðaröryggisráðs var annars vegar rætt um lýðræðislega framkvæmd kosninga og lögmæta meðferð persónuupplýsinga í aðdraganda þeirra og hins vegar innleiðingu 5G fjarskiptastaðalsins og öryggissjónarmið varðandi birgjakeðju fjarskiptabúnaðar og annars tæknibúnaðar.Gestir fundarins voru þau Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjóra var einnig gestur fundarins.“

Skipan þjóðaröryggisráðs:

Forsætisráðherra, formaður
Utanríkisráðherra
Dómsmálaráðherra
Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, og dómsmálaráðuneytis
Fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Ríkislögreglustjóri
Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
Tveir þingmenn og skal annar þingmaðurinn vera úr þingflokki sem skipar meiri hluta á þingi en hinn úr þingflokki minni hluta.

Þjóðaröryggisráð getur kallað til fleiri ráðherra til setu í ráðinu varðandi einstök mál sem eru til umfjöllunar hjá ráðinu og tekur þá viðkomandi ráðuneytisstjóri einnig sæti í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Í gær

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“