fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Skósveinn Trump til Íslands og Kristinn óttast um líf sitt: „Heiftúðugur ruddi sem hefur haft í hótunum við mig“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 11:08

Kristinn og Mike Pompeo. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins síðar í dag í opinbera heimsókn, sem er hluti af Evrópuför hans. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, vill að  Pompeo verði handtekinn. Segir hann „óþolandi“ að ráðamenn þjóðarinnar ætli sér að taka kurteisilega á móti honum, þar sem maðurinn hafi haft í hótunum við sig:

„Handtakið Pompeo. Ég mótmæli því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki kurteislega á móti Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Pompeo er heiftúðugur ruddi sem hefur haft í hótunum við migog mína samstarfsfélaga í WikiLeaks sem hafa ekki annað til saka unnið en að upplýsa almenning á sömu forsendum og aðrir blaðamenn. Þetta er maðurinn sem hefur kallað WikiLeaks „fjandsamlega leyniþjónustu“ og heitið því að berjast gegn henni með öllum tiltækum ráðum.“

Fjandmaður ríkisins

Kristinn segir að í sinni fyrstu opinberu ræðu sem forstjóri CIA hafi Pompeo talað um fátt annað en Wikileaks og úthrópað sig og samstarfsmenn sína sem fjandmenn ríkisins:

„Miðað við blóði drifna sögu CIA ber að taka þá hótun alvarlega. Það er óþolandi að Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson eigi kurteislegan vinafund með rudda sem hefur í hótunum.“

Kristinn segir að ræðu Pompeu verði að skoða í ljósi þess að sama ár (2017) hafi Wikileaks upplýst um netvopnabúr leyniþjónustunnar sem notuð eru til tölvuárása um allan heim:

„Upplýsingar af þessu tagi eiga erindi við almenning. Pompeo var tíðrætt um að ekki mætti hrófla við „lögmætum leyndarmálum“ ríkisins. Sagan hefur kennt okkur að þessi svokölluðu „lögmætu leyndarmál“ fela yfirleitt skuggalega misbeitingu valds; stríðsglæpi, mannrán, aftökur, mannréttindabrot og annan viðbjóð.“

Tilgangur heimsóknarinnar

Þá spyr Kristinn hvort erindi Pompeo hér á landi sé að svifta starfsmenn Wikileaks friðhelgi:

„Í starfi sínu sem utanríkisráðherra hefur Pompeo leitt stigvaxandi ofsókir ríkisstjórnar Trumps gegn WikiLeaks og Julian Assange, útgefanda samtakana. Staðfest er að búið er að gefa út pólitíska ákæru gegn Assange með leynd í Bandaríkjunum og ráðuneyti Pompeo fer fremst í flokki við að þrýsta á aðrar ríkisstjórnir að svipta hann og aðra starfsmenn WikiLeaks friðhelgi. Er það eitt af erindum hans til Íslands?“

Að lokum krefst Kristinn þess að Pompeu verði færður í járn:

„Maður á ekki að bjóða syndinni í kaffi“, hrópaði klerkur í Kópavogi um árið. Það er skelfilegt að upplifa að Katrín Jakobsdóttir ætli að gera nákvæmlega það og bjóða upp á bakkelsi með því. Á meðan mun lögreglan í landinu loka umferðargötum fyrir aðra en „fyrirmanninn“ og hans fylgdarlið. Fremur en að greiða för, á lögreglan að hefta hana, setja manninn í járn og láta hann sæta ábyrgð – í nafni lýðræðis, frelsis og mannréttinda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK