fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Össur: „Báðir urðu frábærir fjölmiðlamenn á RÚV og báða rak Sjálfstæðisflokkurinn úr starfi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, minnist tveggja fyrrverandi fjölmiðlamanna í stuttum pistli á Facebook í dag. Össur segir þá gerólíka, en eigi þó eitt sameiginlegt:

„Í leiðindum mínum á skíðabrettinu í World Class runnu mér í hug tveir gagnmerkir en gerólíkir samferðamenn. Annar er Hallur Hallsson, ekta metall, hugsjónamaður af ofsa og á síðari árum pólitískur slagsmálahundur. Hinn er Sigurður G. Tómasson, líklega besti örsögumaður á facebook, og býr yfir eitraðri kaldhæðni. (Þann eftirsóknarverða eiginleika hefur hann þó í fullmiklum fjötrum). Í næstum öllum efnum er ég andstæðrar skoðunar við vin minn Hall en var hins vegar á sokkabandsárum í byltingunni með Sigurði Tómassyni. Mér þykir vænt um báða. Á brettinu rann upp fyrir mér að þessi tvö gerólíku eintök eiga þó tvennt sameiginlegt fyrir utan væntumþykju mína: Báðir urðu frábærir fjölmiðlamenn á RÚV – og báða rak Sjálfstæðisflokkurinn úr starfi…“

Ósammála um brottrekstur

Össuri barst ábending í athugasemdarkerfinu um að annar þeirra hefði tvíeflst í trúnni á brottrekandann, meðan hinn hefði eflst í andstöðu sinni og óvild.

Sagði Össur af því tilefni að gerði sér ennþá vonir um að „frelsa Hall frá illu“.

Þá tekur Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins til máls og ber í bætifláka fyrir flokkinn sinn:

„Furðulegt tal hjá Össuri um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið þessa ágætu menn úr starfi. Menn sem vita betur leita langt til þess að skaða okkur sjálfstæðismenn. Ég sem hélt að ræktin bætti minni manna.!.!“

Báðir hafa þeir Hallur og Sigurður talað um brotthvarf sitt af RÚV. Hallur var áminntur er Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í beinni útsendingu vegna viðtals við Albert Guðmundsson, sem stofnaði Borgaraflokkinn í kjölfarið að Þorsteinn Pálsson hafði sagt hann ekki eiga afturkvæmt í ráðherrastól vegna skattaleikfimi hans í Hafskipsmálinu.

Þá greindi Sigurður G. Tómasson frá því í viðtali við DV á dögunum að honum hefði verið bolað burt af Rás 2, að undirlagi Björns Bjarnasonar og sjálfstæðismönnum í útvarpsráði.

Sjá nánarSigurður G. segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bolað sér úr starfi

Sjá nánarHallur Hallsson:„Styrmir Gunnarsson öskraði á mig í bræðikasti hálfur uppi á skrifborði sínu í Aðalstræti“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG