fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Lækkun hámarkshraða á Hringbraut geri lítið gagn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á dögunum að lækka hámarkshraðann á Hringbraut og nágrennis úr 50 í 40 kílómetra hraða. Var það gert í kjölfar slyss fyrr í vetur við gatnamótin á Meistaravöllum. Ákvörðun borgarstjórnar var tekin með samþykki lögreglustjóra og Vegagerðarinnar, en hans samþykki þarf að liggja til grundvallar þar sem Hringbrautin er þjóðvegur í þéttbýli.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði við Eyjuna að skoðun Vegagerðarinnar væri ekki sú að hámarkshraðinn væri helsta vandamálið á þessum stað:

„Það er þannig að lögreglan hefur ekki verið ginkeypt fyrir að lækka hraða, heldur að halda honum þannig að raunhæft sé að framfylgja honum. Samkvæmt mælingum lögreglu er hraðinn á þessum slóðum í kringum 45 þannig að við teljum ekki að hraðinn sé vandamálið. Við erum þeirrar skoðunar að menn verði að skoða gaumgæfilega raunverulega ástæðu slysa og reyna að horfa á hlutina í heild sinni. Það þarf líka að skoða lýsingu, merkingar og gönguljósin sjálf til að auka öryggi gangandi vegfarenda.“

Í þessu ljósi er því ákvörðun borgarstjórnar nokkuð hjákátleg, ef lækkunin á hámarkshraðanum var í raun ekki vandamálið. Í ljós hefur komið að raunlækkunin nemur aðeins um 5 kílómetrum á klukkustund, úr 45 í 40.

Bætir ekki öryggi

Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur talað á svipuðum nótum allt frá því að greint var frá slysinu í janúar. Hann segir við Morgunblaðið í dag að lækkun hámarkshraða hafi ekkert að segja:

„Mér líst ekkert á þessa fyrirhuguðu breytingu og fyrir því eru einkum tvær ástæður; það er verið að taka upp nýtt hraðaþrep í landinu, án nokkurrar umræðu eða samráðs, auk þess sem þessi aðgerð mun ekki á nokkurn hátt bæta öryggi gangandi vegfarenda.“

Þess má geta að tillagan um lækkunina var samþykkt af öllum 23 borgarfulltrúum, einnig Sjálfstæðisflokknum.

Ólafur segist hinsvegar að vandamálið felist í gönguljósunum sjálfum:

„Vandi Hringbrautar er ekki hraðatengdur og þetta slys var ekki vegna hraðaksturs. Staðreyndin í þessu máli er að einhver fór yfir á rauðu ljósi eða þá að ljósin sjálf eru biluð,“ segir Ólafur og bendir á að umrædd gönguljós séu annars eðlis en þau sem borgarbúar eru flestir vanir. „Þessi ljós eru ekki með rauðum og grænum karli til móts við hinn gangandi vegfaranda. Að mínu viti eru þetta gölluð ljós sem ættu ekki að finnast í Reykjavík,“

segir Ólafur, en enginn rauður eða grænn „karl“ er til merkis um að ganga megi yfir götuna á þessum ljósum, líkt og á öðrum ljósum sem fólk á að venjast:

„Þarna eru bæði bílar og stór blómapottur sem kemur í veg fyrir að ökumenn sjái börn sem eru líkleg til að stíga út á götu. Góð byrjun til að bæta öryggi væri einfaldlega að henda þessum blómapotti og fórna einu til tveimur bílastæðum,“

Bætir Ólafur við og segir að einnig mætti bæta lýsingu á staðnum. Hann segir slysið í janúar það fyrsta í langan tíma:

„Þetta slys sem nú átti sér stað í janúar er fyrsta slysið á gangandi vegfaranda á Hringbraut í langan tíma. Það var til að mynda ekkert slys árin 2017 og 2018. Og í raun er Hringbraut að koma vel út hvað varðar hraða og hraðabrot borin saman við aðrar götur í Reykjavík.“

 

Sjá einnigGísli Marteinn vill ekki göngubrú á Hringbraut:„Það er bara ein lausn á þessu máli“

Sjá einnig: Hildur gefur lítið fyrir hugmyndir Ólafs:„Mér finnst það ekki í lagi“

Sjá einnig: Líf boðar róttækar umbætur: „Í mínum huga á að draga úr umferðarhraða á Hringbraut“

Sjá einnig: Ólafur skýtur niður umbótahugmyndir Lífar:„Þetta hefur ekkert með hraðann að gera“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi