fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segir kapítalisma og landbúnað ekki fara saman: „Kapítalísk hugsun sem er rót umhverfisvandans“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. desember 2019 11:00

Fred Magdoff - Mynd / HKr/ Bændablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin What Every Enviromentalist Needs to Know About Capitalism eftir þá Fred Magdoff og John Bellamy Foster kom út fyrr á þessu ári. Hún heitir í íslenskri þýðingu Þorvalds Þorvaldssonar Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalisma.

Magdoff hélt fyrirlestur um efni bókarinnar hér á landi fyrir skemmstu, en hann er  prófessor emeritus í plöntu- og jarðvegsvísindum við Háskólann í Vermont í Bandaríkjunum og hefur stundað jarðvegsrannsóknir og lagt áherslu á vistvænan landbúnað.

Bændablaðið birtir umfjöllun um bók Magdoffs, þar sem fram kemur að skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fari ekki saman og er ljóst að skoðanir Magdoffs falla ágætlega að hugmyndum útvarða landbúnaðarkerfisins hér á landi:

„Niðurstaða okkar eftir að hafa skrifað bókina er að það sé kapítalismi og kapítalísk hugsun sem er rót umhverfisvandans í dag. Kapítalísk hugmyndakerfi eins og við búum við í dag beinir fólki í þá átt að græða sem mest af peningum án tillits til annarra þátta.“

Leiðir til mengunar

Magdoff bendir á í grein sinni, A Rational Agriculture is Incompatible with Capitalism, að skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fari ekki saman. Segir hann þjónustukerfið og menninguna í miðvesturríkjum Bandaríkjanna hverfast um ræktun maís og soja og önnur framleiðsla sé í lágmarki vegna hagkvæmissjónarmiða:

„Þegar bændur eru á annað borð orðnir hluti af þessu kerfi leiðir ein ákvörðun til þeirrar næstu og niðurstaðan er alltaf sú sama. Það er að segja að ef menn ætla að hagnast á ræktuninni verða þeir að stækka við sig til að ná aukinni hagkvæmni á hvern hektara. Slíkt leiðir til aukinnar fjárfestingar í landi og tækjum og síðar í erfðabreyttum fræjum og auknum áburði til að auka uppskeruna enn meira./

Einhæfri ræktun eins og þessari fylgir jarðvegseyðing og útlosun næringarefna í gegnum framræslukerfi í ár og vötn. Að lokum skolast næringarefnin út í Mississippi-fljót og þaðan niður í Mexíkóflóa þar sem er að finna stórt svæði sem kallast „The Dead Zone“ eða Dauða svæðið, vegna súrefnisskorts af völdum útlosunar næringarefna, aðalleg niturs og fosfórs, frá landbúnaði.“

Vandræði þrátt fyrir opinber framlög

Hann segir einnig að þrátt fyrir framlög stjórnvalda eigi margir bændur afar erfitt uppdráttar í bransanum.

„Stór hluti bænda í Bandaríkjunum á við talsverð fjárhagsleg vandræði að stríða þrátt fyrir að yfirvöld veiti þeim ýmiss konar stuðning og fjárhagslega fyrirgreiðslu. Við þessar aðstæður er aðeins tvennt í boði, hætta búskap eða að stækka við sig til að auka hagkvæmni og afleiðingin er að minni býlum fækkar og stóru búin verða ennþá stærri. Stór fyrirtæki sjá einnig hag sinn í að kaupa upp víðáttumikil landsvæði og í dag eru um einn þriðji bænda í Mið-vesturríkjunum leiguliðar eða verktakar í fæðuframleiðslu fyrir matvælafyrirtæki eða annars konar fjárfesta.

Auk þess sem þessi þróun er þess valdandi að býlin eru að verða stærri gerir hún líka ungu fólki sem vill hefja búskap það erfiðara. Þessi þróun veikir sveitirnar sem samfélagslega heild og í Bandaríkjunum eru fjölmörg dæmi um að heilu borgirnar hafi hreinlega dáið vegna þessa þrátt fyrir að þar búi enn fólk. Þar er aftur á móti engin þjónusta og allar stofnanir eru horfnar þar sem ekki er hægt að reiða sig á vinnu sem tengist landbúnaði og þjónustu við hann,“

segir Magdoff.

Gildi hið sama um Ísland

Magdoff vildi ekki tjá sig sérstaklega um Ísland þar sem hann hefði ekki sett sig nægilega mikið inn í málin hér á landi. Hann telur þó að þróunin í landbúnaði sé svipuð um allan heim og telur mikilvægt að hafa einhverskonar kerfi sem haldi kapítalismanum í skefjum:

 „Að mínu viti er þróunin í landbúnaði sú sama víða um heim og ég geri ráð fyrir að Ísland sé þar engin undantekning. Til þess að landbúnaður, matvælaframleiðsla og matvælaöryggi í heiminum sé rekin á skynsamlegum og umhverfisvænum grunni þarf einhvers konar kerfi sem verndar hann frá óheftum
markaðslögmálum kapítalismans. Með þessu á ég ekki við að það þurfi að framleiða allan mat sem þjóðin þarf hér á landi en aftur á móti er nauðsynlegt að matvælaframleiðslugrunnurinn sé góður og til að svo sé þarf landbúnaður í landinu að vera öflugur og standa styrkum fótum,“

segir Fred Magdoff að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð