fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt úttekt OECD á heilbrigðisútgjöldum ver Ísland 8.3 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Meðaltalið hjá OECD ríkjunum er 8.8 prósent. Greint er frá þessu í Læknablaðinu.

Öll Norðurlöndin verja meira fé til málaflokksins en Ísland, en Bandaríkin verja 16.9%, Sviss 12.2% og Þýskaland og Frakkland 11.2%.

  1. Svíþjóð 11%,
  2. Danmörk 10,5%
  3. Noregur 10,2%
  4. Finnland 9,1%
  5. Ísland 8.3%

Hefur heilbrigðisráðherra sagt að stefna ætti að nálgast Norðurlöndin í þessum efnum, um 15 prósent.

Greiða minna

Samkvæmt gögnum OECD þurfa Íslendingar að greiða minna úr eigin vasa en aðrir íbúar Norðurlandanna fyrir sína heilbrigðisþjónustu, eða að meðaltali 96 þúsund krónur. Norðmenn greiða 110 þúsund krónur, Danir 102 þúsund og Finnar 128 þúsund að meðaltali.

Þá eru heildarútgjöldin einnig lægri hér á landi per einstakling, en allra Norðurlandanna nema Finnlands.

Kostnaður per einstakling hér á landi er 535 þúsund krónur, og þar af er hlutur ríkisins 439 þúsund krónur.

 „Oft er nefnt að heilbrigðiskerfið sé meiri baggi á þjóðinni vegna þess hve við erum fá, en það sést þegar féð er brotið niður á hvern einstakling í íslensku samfélagi að við erum einfaldlega ekki að gera nóg,“

segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands um þetta og telur að enn vanti um 30-50 milljarða króna í fjárlögin til heilbrigðismála:

„Afleiðingarnar eru öllum augljósar, óviðunandi biðlistar, hætta á fjölgun alvarlegra atvika og minnkandi gæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun