fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Eyjan

Ný skoðanakönnun – Samfylkingin stærst og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. desember 2019 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem voru birtar í dag, er Samfylkingin stærsti flokkurinn og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 19% en fylgi Sjálfstæðisflokksins 17,6%. Fylgi ríkisstjórnarinnar mælist 37 prósent.

Vísir skýrir frá þessu. Könnunin var gerð af Maskínu frá 12. til 20. desember. 914 svöruðu könnuninni og tóku um 60 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar sem var lögð fyrir þá en hún var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“

Fylgi Samfylkingarinnar var 12,1% í síðustu kosningum svo flokkurinn bætir miklu við sig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins var 25,2% í síðustu kosningum en mælist nú 17,6%. Fylgi Viðreisnar tekur mikinn kipp frá síðustu kosningum en þá fékk flokkurinn 6,7 prósent atkvæða en mælist nú með 14% fylgi. Píratar fengu 9,2% fylgi í síðustu kosningum en mælast nú með 14% fylgi. Miðflokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu kosningum en fylgi flokksins mælist nú 12,1%. Fylgi Vinstri grænna minnkar töluvert frá síðustu kosningum eða úr 16,9% í 11,7% nú. Sömu sögu er að segja af Framsóknarflokknum en fylgi flokksins mælist nú 7,4% en var 10,7% í síðustu kosningum. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 4,1% en var 6,9% í síðustu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit