fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Eyjan

Brynjar Níelsson með völvuspá: „Hvernig á að tala í löngu máli um ekki neitt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. desember 2019 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hættir í haust og Jón Gunnarsson verður nýr formaður. Hann mun breyta flokknum í björgunarsveit og á endanum sameinast Landsbjörgu.

Þetta segir í völvuspá Brynjars Níelssonar, þingmann Sjálfstæðisflokksins, en hann skrifar áramótakveðju á Facebook-síðu sína og fullyrðir í léttum dúr að völva sín hafi reynst sannspá í gegnum tíðina. „Hún spáði því meðal annars að margar fjölskyldur myndu lenda í fjárhagserfiðleikum eftir að bankarnir hrundu 2008,“ segir hann.

Þegar fjölmiðlafrumvarpið verður samþykkt með atkvæðum stjórnarandstöðunnar mun Óli Björn hætta á þingi og flytja aftur á Sauðárkrók og taka við bakaríi afa síns. Njáll Trausti hættir einnig á þingi og tekur við umsjón með flugvöllum NATO í Asíu. Guðlaugur Þór fer í heimsókn til Namibíu í sumar en kemur ekki til baka.“

Brynjar segir Miðflokkinn og Framsókn eigi eftir að sameinast á árinu, að Bergþór Ólason taki við af Þórhildi Sunnu sem formaður laganefndar Evrópuráðsins. VG mun friðlýsa allt Ísland og flokkinn um leið. Inga Sæland mun ná á árinu að halda sömu ræðuna í þúsundasta skipti, sem mun vera met. Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar eftir sigur í þættinum Allir geta dansað,“ segir hann.

„Samfylkingin og Píratar munu setja á laggirnar stjórnmálaskóla með sérstaka áherslu á fágun og góða siði. Björn Leví og Helgi Hrafn verða með námskeið í því hvernig á að tala í löngu máli um ekki neitt. Skólastjórinn, Þórhildur Sunna, mun fara í saumana á Freka Karlinum og hvernig hann breyttist í konu á örskömmum tíma. Halldóra Mogensen verður með fyrirlestraröð um hvernig losna eigi við þennan vonda hagvöxt og auka útgjöld til velferðarmála um leið. Fyrirlestraröðin ber yfirskriftina „Hvernig búa eigi í hliðarveruleika“. Þá munu Helga Vala og Þórhildur Sunna kenna saman námskeið um heiðarleika og gott siðferði í stjórnmálum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð