fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Eyjan

Vill reisa minnismerki á Melavellinum til heiðurs Vilhjálmi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. desember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, minnist í dag Vilhjálms Einarssonar, sem lést á laugardag.

Styrmir minnist þess hvaða áhrif afrek Vilhjálms og annarra af hans kynslóð hafði á samtíðarfólk sitt:

„Yngsta kynslóðin, sem var stödd á Þingvöllum 17. júní 1944 gleymir þeirri lífsreynslu ekki. Og heldur ekki því, sem á eftir fór næstu árin, þegar hópur ungra afreksmanna í íþróttum og skák urðu eins konar táknmyndir hins unga lýðveldis og staðfestu með afrekum sínum, að svo fámenn þjóð gat skipað sér sem jafningi í raðir sjálfstæðra ríkja í heiminum. Einn þeirra manna var Vilhjálmur Einarsson, sem nú er látinn, 85 ára að aldri.

Þeir birtust á Melavellinum, hver á fætur öðrum, Finnbjörn Þorvaldsson, Clausensbræður, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson og fl. Svo kom Friðrik Ólafsson fram á vettvangi skákarinnar og loks eignuðust Íslendingar, hvorki meira né minna en silfurverðlaunahafa í þrístökki á Olympíuleikum, Vilhjálm Einarsson.”

Eiga skilið viðurkenningu

Styrmir segir Vilhjálm og félaga eiga skilið minnisvarða á Melavellinum, hvar þeir unnu mörg af sínum afrekum:

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, hvílík áhrif þessir ungu menn allir höfðu á æsku þessa lands, þegar þeir fóru að vinna afrek sín á erlendri grund. Þeir blésu henni í brjóst sjálfstraust og sannfæringu um að við gætum borið höfuðið hátt í samfélagi þjóða.

Og þegar yngsta kynslóðin á Þingvöllum óx úr grasi og hitti þessa menn í eigin persónu næstu áratugi á eftir  breyttist hún aftur í litla krakka. Slík var aðdáunin, sem þessir afreksmenn vöktu.

Vilhjálmur Einarsson, er enn sá, sem náð hefur mestri viðurkenningu þeirra allra á alþjóða vettvangi. En þess sáust engin merki í persónulegri viðkynningu. Slík var hógværð hans. Hér skal enn rifjuð upp hugmynd, sem áður hefur verið viðruð og við hæfi er að endurtaka við lát Vilhjálms. Þjóðin á að reisa þessum afreksmönnum öllum og táknmyndum sjálfstæðis okkar og lýðveldis verðugt minnismerki og finna því stað, þar sem áður stóð Melavöllur.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit