fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Var þúsundum eigna Íbúðalánasjóðs komið hendur vildarvina? „Þetta eru eignir fólks sem lenti á götunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. desember 2019 15:15

Þorsteinn Sæmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 130 íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs voru seldar á einu bretti eftir hrun á hálfvirði og seldar áfram af kaupandanum stuttu síðar með miklum gróða. Fyrirtækið sem keypti íbúðirnar er enn starfandi en hefur selt frá sér allar eignir sínar. Ekki er hægt að komast að því hverjir standa á bak við fyrirtækið. Er þetta aðeins lítið dæmi um viðskiptafléttur varðandi sölu á fasteignum Íbúðalánasjóðs eftir hrun.

Þetta kom fram í viðtali við Þorstein Sæmundsson, þingmann Miðflokksins, á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn hefur í meira en tvö ár kallað eftir upplýsingum á Alþingi um hverjir keyptu þúsundir íbúða sem Íbúðalánsasjóður seldi á undirverði eftir hrun en um var að ræða eignir sem sjóðurinn innheimti af fólki sem ekki gat staðið í skilum. „Þetta eru eignir fólks sem lenti á götunni,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn var spurður að því hvort spilling lægi að baki sölu íbúðanna og vildi hann ekki kveða upp úr um það en kallar stíft eftir upplýsingum um kaupendurna. Tregða ráðuneyta til að veita þessar upplýsingar veki óneitanlega tortryggni.

„Það er búið að rannsaka árin fyrir hrun nokkuð vel en við vitum lítið um það sem gerðist eftir hrun,“ sagði Þorsteinn. „Það kom í ljós þegar ég spurði um þetta fyrst, og upplýsingar náðu til ársloka 2017, að þá var búið að selja 3.600 íbúðir sem höfðu verið teknar af fólki, fyrir samtals um 57 milljarða. En ég fékk ekki upplýsingar um hverjir hefðu keypt og það var borið við persónuverndarsjónarmiðum og hinu og öðru,“ sagði Þorsteinn ennfremur, en hann fór með málið inn í forsætisnefnd þar sem hann á sæti og í kjölfarið ritaði yfirlögfræðingur Alþingis minnisblað þar sem kemur fram að persónuverndarsjónarmið eigi ekki við um upplýsingar framkvæmdavaldsins til þingmanna.

Þorsteinn mun taka málið aftur upp í þinginu í fyrirspurnartíma í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins