Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Framsóknarflokkurinn fengu allir hámarsstyrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum á síðasta ári, samkvæmt útdráttum ársreikninga stjórnmálaflokkanna og Kjarninn greinir frá.
Fengu þeir alls um 11 milljónir króna í styrki frá lögaðilum í sjávarútvegi, allt frá útgerðarfyrirtækjum til eignarhaldsfélaga og fyrirtækja í fiskeldi.
Sjálfstæðisflokkurinn bar mest úr býtum, fékk alls 5,3 milljónir, eða um helming heildarupphæðarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk lögbundinn hámarsstyrk frá 20 aðilum (400 þúsund krónur) og komu níu þeirra úr sjávarútveginum.
Næst mest fékk Framsókn, eða rúmar 3,8 milljónir.
VG fékk tæplega 1.9 milljónir.
Samherji styrkti alla ríkisstjórnarflokkana um hámarksupphæð og Síldarvinnslan, sem er að mestu í eigu Samherja, gaf Framsókn og VG einnig hámarksstyrk í fyrra. Hámarksstyrkur er 400 þúsund frá hverjum lögaðila.
Þá fékk Framsókn aðeins 200 þúsund frá Kaupfélagi Skagfirðinga í fyrra, meðan VG og Sjálfstæðisflokkurinn fékk hámarsstyrk, en KÞ á FISK-Seafood.
Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hámarksstyrk frá Ísfélagi Vestmannaeyja og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gaf Sjálfstæðisflokknum hámarksstyrk einnig.
Þá gaf Skinney Þinganes, Eskja, Arnarlax, Rammi og Laxar-Fiskeldi hámarksstyrk til Framsóknarflokksins.
VG fékk hámarksstyrk frá Brimi (áður HB Grandi) og 200 þúsund frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur (áður Brim).
Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá einnig hámarksstyrk frá HB Granda, Þorbirni, Hval, Gjögri og Hlér ehf.