fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Benedikt baunar á VG og umhverfisráðherra: „Arðbærari en nokkur önnur starfsemi, nema ef vera skyldi fíkniefnasala”

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. desember 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrverandi formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, fer yfir pólitíkina á árinu sem er að líða í grein á Kjarnanum.  Þar fljúga skotin í allar áttir, en beinast ekki síst að Vinstri grænum.

Hann segir VG hafa fallið á þeim þremur prófum sem lögð hafi verið fyrir flokkinn á árinu:

„Fall WOW, óveðrið mikla og Samherjamálið. Allt eru þetta mál sem VG hefði notað til þess að einoka ræðustól Alþingis dag eftir dag. Nú heyrist ekkert frá neinum í þeim flokki um það sem skiptir máli í samfélaginu. Nema ef þrengja á að neytendum eða slá skjaldborg um sauðfé og útgerðarmenn. Þá eru liðsmenn flokksins í fremstu víglínu.“

Benedikt bætir við að þriðji orkupakkinn hefði án efa verið gagnrýndur af VG sætu þeir hinumegin ríkisstjórnarborðsins og minnist einnig á mál albönsku barnshafandi konunnar sem vísað var úr landi við mikla gagnrýni í samfélaginu:

„Barnshafandi Albönum er enn vísað úr landi og í þetta sinn heyrist ekkert til þingmanna eða stofnana VG. Gott er að hafa tungur tvær og vera heftur á báðum.“

Umhverfisráðherra, þjóðgarður og fíkniefnasala

Benedikt baunar einna mest á umhverfisráðherra, Guðmund I. Guðbrandsson:

„Svo heyrðist allt í einu frá umhverfisráðherra, en í afmælisriti VG mun koma fram að settur var fyrirvari um að honum yrði skipt út á tveggja ára afmæli stjórnarinnar, sem var einmitt um sömu mundir. Skipanin vakti auðvitað athygli á sínum tíma fyrir það að formaður flokksins taldi aðeins einn alþingismann flokksins hæfan til setu í ríkisstjórn, að frátaldri sjálfri sér.“

Benedikt gerir síðan mikið grín að hugmyndum Guðmundar um meinta arðsemi þjóðgarða:

„Umhverfisráðherrann skrifaði í grein: „Í rannsókn sem Hagfræðistofnun HÍ vann að minni beiðni kom í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér 23 krónur til baka.“ Svo virðist sem ráðherrann telji í alvöru að stofnun þjóðgarða sé arðbærari en nokkur önnur starfsemi, nema ef vera skyldi fíkniefnasala.”

Þarna er fast skotið, en Benedikt er hvergi nærri búinn og vitnar í bróður sinn til að spæla umhverfisráðherra enn frekar:

„Á sínum tíma var forstöðumaður Hagfræðistofnunar, sem reyndar er bróðir minn, spurður um málið á RÚV: „Segir þetta okkur að þjóðgarðarnir okkar séu gullnáma eða má lesa eitthvað annað út úr þessu?“

Sigurður svaraði: „Ég held það endurspegli fyrst og fremst það að það hafi verið settir tiltölulega litlir peningar í þessa staði ennþá, við erum ekki endilega að mæla orsakasamhengi milli útgjalda og tekna. Þannig sé ekki hægt að treysta á að hlutföllin haldi sér ef hærri fjárhæðum yrði varið til innviðauppbyggingar, þótt það sé til góðs.“

Þetta er kurteislegasta ábending um að ráðherra fari með fleipur sem ég hef séð.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?