fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Heimamenn leggjast gegn hálendisþjóðgarði – „Ekki í verkahring ráðherraskipaðar nefndar, ráðherra eða Alþingis“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú áform um lagasetningu á  frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með þá tilhögun stjórnvalda og hefur meirihlutinn í Byggðaþingi Húnaþings vestra lagst gegn slíkum áformum, samkvæmt bókun:

„Byggðarráð bendir á að fjölmörg sveitarfélög hafa gert verulegar athugasemdir við eða hafnað alfarið framkomnum tillögum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, sem kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda,“

segir í bókuninni en þar er vísað í að það sé ekki í verkahring ráðherra eða Alþingis að hlutast til um málefni sveitarfélaga með slíkum hætti:

„Samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis- aðal- og deiliskipulags á höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra. Þá leggur byggðarráð Húnaþings vestra áherslu á að hugmyndir um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema í víðtækri sátt við sveitarfélögin í landinu.“

Sex umsagnir hafa borist um frumvarpið. Fjórar þeirra styðja ekki frumvarpið, en þeirra á meðal er umsögn sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem byggir afstöðu sína sömuleiðis á sömu forsendum og Húnaþing vestra, að það sé ekki hlutverk viðkomandi yfirvalda að hlutast til um málefni sveitarfélaganna með þessum hætti, sem sé í raun skerðing á skipulagsvaldi þeirra.

Skýrsla afhent ráðherra

Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í dag skýrslu sinni um þjóðgarð á miðhálendinu. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. þEtta kemur fram í tilkynningu.

Í skýrslunni er lagt til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Gert er ráð fyrir að umhverfis- og auðlindaráðherra leggi fram frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarð á Alþingi næsta vor sem byggi á áherslum nefndarinnar.

Nefndin leggur til að víðtækt samráð verði haft um stjórnun þjóðgarðsins þar sem sveitarfélög og helstu hagaðilar hafi beina aðkomu. Stjórnunin verði dreifð og aðkoma sveitarfélaga og hagaðila aukin frá því sem þekkst hefur í stjórnsýslu friðlýstra svæða til þessa. Þá leggur nefndin meðal annars til að Hálendisþjóðgarði verði skipt í nokkur rekstrarsvæði þar sem starfrækt verði svæðisbundin ráð sem fari með svæðisbundna stefnumörkun, umsjón og rekstur. Einnig leggur nefndin áherslu á að Hálendisþjóðgarður efli og styðji við sjálfbæra nýtingu hálendisins um leið og hann grundvallist á sáttmála um að standa vörð um þær merku minjar í náttúrufari og menningu sem einkenna hálendi Íslands.

„Hálendisþjóðgarður verður einstakur þjóðgarður á miðhálendi Íslands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Ég vil þakka nefndinni þeirra frábærlega vel unnu störf sem færa okkur nær því marki að stofna þjóðgarð á miðhálendinu með öllum þeim tækifærum sem því fylgja,“

segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Nefndin hóf störf vorið 2018 og grundvallast starf hennar á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að komið skuli á fót þjóðgarði á miðhálendi Íslands og það verði gert í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar.

Í skýrslu sinni undirstrikar nefndin nauðsyn þess að við undirbúning lagafrumvarps verði fjármagnsþörf þjóðgarðsins greind ítarlega, bæði hvað varðar stofnun hans og rekstur. Þá telur nefndin brýnt að stjórnkerfi Hálendisþjóðgarðs geti unnið við þær stefnumarkandi áætlanir sem nauðsynlegar eru áður en rekstur þjóðgarðsins hefst.

Við störf nefndarinnar var lögð áhersla á náið samráð við sveitarfélög og helstu hagsmunaaðila. Í ágúst 2018 hélt nefndin tíu fundi hringinn í kringum landið þar sem meðal annars var fundað með öllum þeim 24 sveitarfélögum sem hafa skipulagsábyrgð á miðhálendinu, eiga þar upprekstrarréttindi eða aðkomu að Vatnajökulsþjóðgarði sem verður hluti af hinum nýja þjóðgarði. Auk þess voru í janúar 2019 haldnir fundir um land allt með sömu sveitarfélögum sem og hagaðilum sem þau sjálf kölluðu til. Þá voru opnir kynningarfundir haldnir í Reykjavík, auk þess sem nefndin kynnti vinnu sína jafnóðum í samráðsgátt stjórnvalda. Alls bárust 122 umsagnir sem komu að miklu gagni við vinnu nefndarinnar. Hægt var að fylgjast með störfum nefndarinnar á sérstökum vef á Stjórnarráðsvefnum þar sem fundargerðir, fundarglærur, umsagnir og annað er aðgengilegt öllum. Allir fulltrúar nefndarinnar skrifuðu undir skýrsluna að frátöldum fulltrúa Miðflokksins.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um að leggja fram frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendi Íslands og verða drög að frumvarpi um Hálendisþjóðgarð kynnt í samráðsgátt þegar þau liggja fyrir. Sem fyrr segir er áformað að umhverfis- og auðlindaráðherra leggi frumvarpið fram á Alþingi vorið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir