„Óháð því hvað rannsókn á málum Samherja mun leiða í ljós þá hafa viðskiptin valdið félaginu gríðarlegu tjóni nú þegar.“
Svo hljóðar umsögn eins þeirra sem skipar dómnefnd Markaðarins um verstu viðskipti ársins og Fréttablaðið greinir frá, en þar er Samherjamálið í þriðja sæti vegna umsvifa félagsins í Namibíu.
Í kjölfar Samherjamálsins hefur breska stórverslunin Sainsbury´s slitið viðskiptasambandi sínu við Samherja og gæti farið svo að Marks & Spencer geri það einnig, en þeir segjast ætla að fylgjast vel með málinu.
Er Samherjamálið sagt geta haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg og valdið stórtjóni á íslensku efnahagslífi.