fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Styrmi líst ekki á blikuna– „Getur farið að harðna á dalnum í verzlun hér”

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir miklar breytingar í vændum með sívaxandi netviðskiptum en vefverslun hefur aukist stórkostlega á liðnum árum.

„Fréttir um aukin netviðskipti hér á Íslandi geta haft í för með sér enn meiri breytingar á verzlun og viðskiptum en kannski blasir við. Þær þýða ekki bara, að viðskiptin færist frá íslenzkum verzlunum til netdeilda þeirra, þótt það út af fyrir sig geti dregið úr þeirri „gamaldags“ verzlun að fara út í búð,”

segir Styrmir og nefnir að verðsamkeppni hafi alltaf verið lítið á Íslandi og stundum lítil sem engin:

„Það leiðir bæði af fámenni og þar af leiðandi litlum markaði og af hinu að við búum á eyju norður í höfum og það kostar mikið að fara til annarra landa. Netviðskiptin þýða, að nú getur fólk hér stundað smásöluviðskipti nánast hvar sem er í heiminum. Og í þeim efnum kemur samkeppnin ekki sízt frá Asíu. Það er jafn auðvelt að eiga viðskipti við netverzlanir í Asíu eins og hér heima, þótt afgreiðslutíminn sé kannski nokkrum dögum lengri.”

Harðnar á dalnum

Styrmir segir þessa þróun geta orðið varhugaverða:

„Þegar fólk byrjar að átta sig á verðmuninum hér heima og þar, hvort sem um er að ræða gleraugu, skó eða fatnað eða nánast hvað sem er, getur farið að harðna á dalnum í verzlun hér. Með einum eða öðrum hætti mun þetta svo leiða af sér að eftirspurn eftir verzlunarrými mun dragast saman.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar