fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Eyjan

Íslendingar jákvæðir í garð innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. desember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fremur jákvæð viðhorf í garð innflytjenda koma fram í könnun á viðhorfum almennings til innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi í haust. Könnunin var gerð að beiðni félagsmálaráðuneytisins. Hún er liður í mælingum á viðhorfum samfélagsins til innflytjenda á gildistíma framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016-2019.

Markmið með könnuninni er að öðlast þekkingu á viðhorfum samfélagsins til innflytjenda og nýta hana til að rýna árangur tiltekinna aðgerða í framkvæmdaáætluninni og meta hvort nýrra sé þörf. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2017.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar í ár hafa ekki orðið markverðar breytingar á viðhorfum Íslendinga til innflytjenda á gildistíma núgildandi framkvæmdaáætlunar og eru landsmenn almennt fremur jákvæðir í garð innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins.

Svipað hlutfall

Spurt var um afstöðu til fjölda innflytjenda, hvort það ætti að auka eða draga úr fjölda þeirra sem koma til landsins eða halda fjöldanum óbreyttum. Í samanburði við árið 2017 má sjá meiri tilhneigingu til þess að vilja halda óbreyttum fjölda innflytjenda. Um 31 prósent svarenda vilja auka fjöldann nokkuð eða mikið,  37 prósent vilja halda fjöldanum óbreyttum en 32 prósent vilja draga nokkuð eða mikið úr fjöldanum. Niðurstöður sýna tilhneigingu til meiri miðsækni bæði meðal þeirra sem þekkja innflytjendur, til dæmis í gegnum nám eða starf, fjölskyldutengsl, börn sín eða vinskap og þeirra sem þekkja ekki innflytjendur.

Spurt var um hvort innflytjendur hafi almennt góð eða slæm áhrif á íslenskan efnahag og eru litlar breytingar milli ára þó tilhneigingin sé í þá átt að telja innflytjendur góða fyrir efnahaginn. Um 64 prósent svarenda töldu innflytjendur hafa góð áhrif á efnahaginn árið 2019 í samanburði við tæp 60 prósent árið 2017.

Könnun Félagsvísindastofnunar náði til 1.950 einstaklinga í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en hann samanstendur af fólki 18 ára og eldra á landinu öllu sem hefur samþykkt að taka þátt í netkönnunum á vegum stofnunarinnar. Netpanellinn byggist á tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Gagnaöflun hófst 5. september og lauk 23. september 2019. Alls svöruðu 945 könnuninni og er svarhlutfallið því 48,5 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd