fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Endurgreiðslur vegna aksturs Ásmundar 40% hærri en í fyrra – „Eigum langt í land með gagnsæi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. desember 2019 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið alls 3.5 milljónir króna í endurgreiðslu frá Alþingi á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ferðakostnaðar innanlands. Þar af eru 2.8 milljónir vegna aksturs á bílaleigubíl og tæplega 630 þúsund vegna eldsneytiskostnaðar. Þetta kemur fram á vef Alþingis og DV, Morgunblaðið og Kjarninn hafa greint frá.

Kostnaður skattgreiðenda af akstri Ásmundar í fyrra var öllu minni, eða um 2.5 milljónir, og er því að ræða um 40% hækkun á kostnaði vegna ferðalaga Ásmundar milli ára.

Níu með yfir milljón

Alls nemur kostnaðurinn vegna aksturs Ásmundar 14 % af öllum aksturskostnaði allra þingmanna á árinu, en heildargreiðslur Alþingis það sem af er ári eru um 25 milljónir og 63% af þeirri upphæð skiptist milli níu þingmanna.

Næstur á listanum yfir hæstu greiðslurnar í ár er Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, sem einnig býr á Suðurnesjum. Hefur hann fengið 2.3 milljónir endurgreiddar alls, eða 52% minna en Ásmundur.

Þriðji er Birgir Þórarinsson, Miðflokki, sem býr í Vogum, með 1.6 milljónir.

Þá er Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokki og Sigurður Páll Jónsson Miðflokki, allir með um 1.5 milljón í endurgreiðslu sem af er ári, en þeir eru allir þingmenn Norðvesturkjördæmis.

Aðrir þingmenn sem ná yfir milljón í endurgreiðslur á árinu eru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG með 1.4 milljónir, Lilja Rafney Magnúsdóttir VG með 1.2 milljónir og Líneyk Anna Sævarsdóttir Framsókn með eina milljón.

Hefur akstur þingmanna rúmlega tvöfaldast á síðustu mánuðum ársins, ef miðað er við fyrstu sjö mánuði þess.

Fyrstu sjö mánuðina nam kostnaðurinn um 2.4 milljónum, en á næstu þremur mánuðum fór hann upp í rúmar fimm milljónir.

Tæplega 30 milljónir alls

Það vakti mikla hneykslan í samfélaginu þegar greint var frá því í fyrra að Ásmundur hafði fengið alls 23.5 milljónir króna endurgreiddar í aksturskostnað milli áranna 2013 og 2017, vegna aksturs á eigin bifreið, og hafði þar með brotið reglur sem kváðu um að þingmenn ættu að nota bílaleigubíla þegar lágmarks kílómetrafjölda væri náð. Þá viðurkenndi Ásmundur í Kastljósþætti að hafa rukkað Alþingi um endurgreiðslu þó svo hann hefði ekki átt rétt á henni. Endurgreiddi hann síðan upphæðina til Alþingis.

Frá árinu 2013 hefur Ásmundur því fengið tæplega 30 milljónir króna endurgreiddar frá Alþingi vegna aksturs.

Gagnsæi gerir gagn

Eftir að upplýstist um aksturskostnað Ásmundar og annarra þingmanna var reglum breytt og gagnsæi aukið með þeim hætti að nú er hægt að fylgjast með sundurliðun kostnaðar á öllum greiðslum til Alþingismanna á vef Alþingis eftir mánuðum. Áður voru slíkar upplýsingar sveipaðar leyndarhjúp þar sem ekki var greint frá nöfnum þeirra sem í hlut áttu varðandi kostnað Alþingis.

Aksturskostnaður þingmanna nam tæpum 68 milljónum króna árið 2013, 56 milljónum árið 2014, 50 milljónum árið 2015, 53 milljónum árið 2016, 43 milljónum árið 2017, 31 milljón í fyrra og 25 milljónum það sem af er þessu ári.

Þennan samdrátt má meðal annars rekja til breytinga á reglum um þingfarakostnað í byrjun árs 2018.

Þó aksturskostnaður hafi dregist saman hefur kostnaður við bílaleigubíla eðlilega aukist.

Ef miðað er við 2017, sem var síðasta árið sem leyndin hvíldi yfir akstursgreiðslunum, mun kostnaðurinn í ár dragast verulega saman, eða um 30% ef meðaltal fyrstu 10 mánaða ársins helst jafnt í nóvember og desember, í krónum talið án tillits til verðbólgu.

Eigum langt í land

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata sem kom boltanum af stað með fyrirspurn sinni um aksturskostnaðinn í fyrra, segir enn langt í land:

„Við eigum langt í land með gagnsæi ef við berum okkur saman við Breta. Þar eru endurgreiðslur sundurliðaðar niður á einstaka reikning. Þannig væri hægt að hafa aðhald um einstaka ferðir, því það gætu alveg verið tilvik þar sem einhver myndi vilja benda á vafasama endurgreiðslu. Til dæmis í kringum kosningar eða vegna jarðarfarar. Ekki myndi ég vilja sjá þingmann mæta í jarðarför, til dæmis, og komast svo að því að þingið greiddi fyrir viðveru hans þar.

Það eru vissulega einstaka jarðarfarir eða afmæli sem væri hægt að segja að krefðust viðveru þingmanna, almennt eða úr kjördæmi. Augljóslega væri hægt að fá endurgreiðslu vegna þeirra. Annars, á eigin kostnað. Ég myndi vilja geta spurt: „fékk hann endurgreitt fyrir að mæta þangað?“ Ég get það hins vegar ekki, ekki eins og ég gæti ef við værum að gera þetta eins og Bretar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð