fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Að finna upp hefðir

Egill Helgason
Mánudaginn 23. desember 2019 09:18

Kunna Danir nokkuð að meta góðan mat? Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Invention of Tradition var á sínum tíma mjög áhrifarík bók, þetta var ritgerðasafn, en ritstjórar þess voru sagnfræðingarnir Eric Hobsbawm og Terence O. Ranger. Þarna var fjallað um hvernig ýmsir siðir sem fólk telur að séu gamlir voru í raun fundnir upp eða þróaðir miklu síðar en flestir myndu ætla.

Þarna mátti til dæmis lesa að svokallað tartan, klæði skoskra ættbálka hefði mestanpart verið búið til á 19. öld. Annað dæmi eru til dæmis japanskar hernaðaríþróttir sem sagðar eru hefðbundnar. Upptök og útbreiðslu þessa er að finna á tíma vaxandi þjóðernishyggju.

Hér á Íslandi höfum við siði sem eru mjög áberandi í nútímanum en eru í raun nýir af nálinni hjá flestu fólki. Þegar ég var að alast upp í Vesturbænum í Reykjavík heyrði til algjörra undantekninga að étin væri skata í hverfinu. Ég man eftir tveimur heimilum í götunni minni þar sem var skötu var neytt á Þorláksmessu. Vesturbæingarnir fitjuðu frekar upp á nefið á sér út af þessu. Skötunni fylgdi líka fyllerí og þá vorkenndi maður börnum af heimilum þar sem var skötuát.

Nú í dag liggur skötulyktin yfir bænum. Í fjölbýlishúsum geisa deilur milli þeirra sem elda skötu og þeirra sem gera það ekki og láta lyktina fara í taugarnar á sér. Á mínum vinnustað koma ætíð upp erjur milli skötusinna og hinna á Þorláksmessu.

Á sínum tíma tíðkaðist laufabrauð einungis hjá fólki sem kom að norðan. Það fór ekki að breiðast út til annarra landsmanna fyrr en á áttunda eða níunda áratugnum. Þetta er önnur hefð sem blés út.

Svo er náttúrlega þekkt hvernig þorramatur var beinlínis fundinn upp af veitingamanni í Naustinu. Það sló algjörlega í gegn – var bráðsnjöll hugmynd. Nú heyrist manni að öllum túristum sem koma til Íslands sé stillt upp og þeir látnir drekka brennivín og éta hákarl. Þeim er sagt að þetta sé dæmigert íslenskt. En ekki minnist ég þess að þetta hafi verið vinsælt neins staðar í nágrenni við mig – nema þá í algjörri sýndarmennsku.

En flestir jólasiðirnir okkar eru auðvitað danskir eða bandarískir, það verður að segjast eins og er. Smákökurnar og svínakjötið sem við borðum á jólum með rauðkáli er danskt, en tónlistin sem við hlustum á um jólin er mestanpart amerískt, að maður tali ekki um jólakvikmyndirnar.

Á sinn hátt er varla hægt að hugsa sér glóbalíseraðra fyrirbæri en jólin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?