fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Deilt um hæfi Kristjáns Þórs til að gegna áfram embætti – „Þetta er fullkomlega eðlilegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 21. desember 2019 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var ákveðið að Kristján Þór Júlíusson , sjávarútvegsráðherra, myndi segja sig frá  málum sem tengjast fjórum stjórnsýslukærum varðandi Samherja og útgerðarfélagi Akureyrar. Hann ætlar hins vegar ekki að segja af sér ráðherraembættinu.

„Þetta er fullkomlega eðlilegt, “ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu RÚV. Hann hafi frá því að hann tók við embætti ávallt ætlað að meta hæfi sitt ef mál tengd Samherja kæmu inn á borð hjá honum.

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir vanda Kristján Þórs vera þann að umsvif Samherja sé svo mikið að það snerti mun fleiri svið heldur en hvað þau mál varðar sem hann hafi sagt sig frá. Svo þetta úrræði hans leysi í rauninni ekki vandann.

„Í raun eru fá fordæmi fyrir því að vina- og hagsmunatengsl séu með þeim hætti að snertast með svona afgerandi hætti svona mikinn kjarna í starfsemi ráðuneytisins,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum RÚV í dag. Hann segir það galla við umræðuna á Íslandi að ráðherrar eigi bara að segja af sér þegar um er að ræða einhvers konar sekt.

„ Það er auðvitað ekki aðeins við slíkar aðstæður sem ráðherra kann að þurfa að segja af sér. Stundum koma upp mál eða aðstæður breytast með þeim hætti að ráðherra er orðinn , vegna atburða sem hann ræður ekki við sjálfur, vanhæfur í einhverjum málum. Þá er eðlilegast hlutur í heimi að stíga til hliðar“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur það yfirklór að Kristján segi sig bara frá málum sem tengist Samherja, en haldi samtímis áfram að gegna embætti sjávarútvegisráðherra. Undir svipaðan streng taka Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Oddný Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, en þær telja nauðsynlegt að Kristján Þór víki úr embætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK