fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Segir áhrif fiskeldis á umhverfið lítil – „Að minnsta kosti ekki mikil þegar á heildina er litið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. desember 2019 09:35

Mynd- Fiskeldisblaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Engin atvinnuþróun verður án þess að það kosti eitthvað í samfélaginu. Okkar reynsla er að fiskeldi sé þó sú grein sem skapi hvað minnsta truflun í kringum sig,“ segir Gunnar Davíðsson, deildarstjóri fylkisstjórnarinnar í Troms í Noregi, við Fréttablaðið í dag.

Fiskeldi hefur vaxið þar hratt síðastliðin 15 ár og hefur Gunnar búið þar síðan 1983 og þekkir því vel til í fiskeldinu, en fylkisstjórnin sér um leyfisveitingar fyrir fiskeldisstöðvarnar þar, sem er stærsta atvinnugreinin í mörgum sveitarfélögum fylkisins.

Eldisframleiðslan hefur tvöfaldast þar á einum áratug, úr 110 þúsund tonnum í tæplega 200 þúsund tonn og er svæðið sambærilegt við Vestfirðina og  Austfirðina á Íslandi hvar það þjóni mikilvægu hlutverki, segir Gunnar:

„Áhrif fiskeldisins á svæðið eru mikil. Með því koma störf sem ekki er hægt að flytja í bæina eða suður eftir, störf sem þarf að fylla á í þeim byggðarlögum þar sem eldið er. Síðan hefur þetta mikil efnahagsleg áhrif fyrir þau fyrirtæki sem þjónusta eldið, svo sem fraktflutninga, köfunarþjónustu, bátaþjónustu, viðgerðir og fleira. Hvert starf í eldinu skapar þrjú eða fjögur störf í nærumhverfinu.“

Ekki mikil áhrif

Fjögur norsk fyrirtæki starfa á Íslandi og hefur fiskeldið verið nokkuð umdeilt hér á landi, ekki síst meðal laxveiðimanna sem óttast að eldislaxinn spilli erfðahreinleika villta laxastofnsins.

„Þó að talið sé að eldið sé til óþurftar fyrir villtu laxveiðina, þá er samt sem áður staðreyndin sú að gotstærð allra villilaxastofna er sú sama og fyrir 30 til 40 árum. Ef áhrif eldisins eru einhver þá eru þau að minnsta kosti ekki mikil þegar á heildina er litið,“

segir Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?