fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Eyjan

Segir áhrif fiskeldis á umhverfið lítil – „Að minnsta kosti ekki mikil þegar á heildina er litið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. desember 2019 09:35

Mynd- Fiskeldisblaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Engin atvinnuþróun verður án þess að það kosti eitthvað í samfélaginu. Okkar reynsla er að fiskeldi sé þó sú grein sem skapi hvað minnsta truflun í kringum sig,“ segir Gunnar Davíðsson, deildarstjóri fylkisstjórnarinnar í Troms í Noregi, við Fréttablaðið í dag.

Fiskeldi hefur vaxið þar hratt síðastliðin 15 ár og hefur Gunnar búið þar síðan 1983 og þekkir því vel til í fiskeldinu, en fylkisstjórnin sér um leyfisveitingar fyrir fiskeldisstöðvarnar þar, sem er stærsta atvinnugreinin í mörgum sveitarfélögum fylkisins.

Eldisframleiðslan hefur tvöfaldast þar á einum áratug, úr 110 þúsund tonnum í tæplega 200 þúsund tonn og er svæðið sambærilegt við Vestfirðina og  Austfirðina á Íslandi hvar það þjóni mikilvægu hlutverki, segir Gunnar:

„Áhrif fiskeldisins á svæðið eru mikil. Með því koma störf sem ekki er hægt að flytja í bæina eða suður eftir, störf sem þarf að fylla á í þeim byggðarlögum þar sem eldið er. Síðan hefur þetta mikil efnahagsleg áhrif fyrir þau fyrirtæki sem þjónusta eldið, svo sem fraktflutninga, köfunarþjónustu, bátaþjónustu, viðgerðir og fleira. Hvert starf í eldinu skapar þrjú eða fjögur störf í nærumhverfinu.“

Ekki mikil áhrif

Fjögur norsk fyrirtæki starfa á Íslandi og hefur fiskeldið verið nokkuð umdeilt hér á landi, ekki síst meðal laxveiðimanna sem óttast að eldislaxinn spilli erfðahreinleika villta laxastofnsins.

„Þó að talið sé að eldið sé til óþurftar fyrir villtu laxveiðina, þá er samt sem áður staðreyndin sú að gotstærð allra villilaxastofna er sú sama og fyrir 30 til 40 árum. Ef áhrif eldisins eru einhver þá eru þau að minnsta kosti ekki mikil þegar á heildina er litið,“

segir Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa