Isavia er rekstraraðili Keflavíkurflugvallar og eru starfsmenn þess um 1500. Ætlar fyrirtækið að fara í tugmilljarða framkvæmdir á næstu árum en hagnaður fyrirtækisins var tæplega 42 milljarðar á síðasta ári.
Fyrirtækið veit hinsvegar ekki hverjar tekjur sínar eru af bílastæðunum við flugvöllinn, hvorki frá einstaklingum, leigubílum eða bílaleigum, eða hver nýtingin er af bílastæðunum né hver rekstrarkostnaðurinn er af þeim.
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál og Stundin greinir frá, en blaðamaður Stundarinnar kærði synjun félagsins um að veita upplýsingar um tekjur og kostnað við bílastæðin fyrir árið 2017.
Var kæran lögð fram í fyrrasumar en úrskurðurinn lá ekki fyrir fyrr en 13. desember. Töfin er sögð skýrast af því að Isavia afhenti ekki gögnin fyrr en eftir “dúk og disk” og er fundið að töfinni hjá úrskurðarnefnd, þar sem Isavia bar lagaleg skylda til að afhenda gögnin.
Verður þetta að teljast ansi sérstakt hjá svo öflugu fyrirtæki, ekki síst þar sem um er að ræða opinbert hlutafélag í eigu ríkisins.