Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sagt er að umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra verði framlengdur til 9. desember, en umsóknarfresturinn átti að renna út í dag.
Þetta gefur til kynna að ekki hafi nægilega margir góðir umsækjendur sótt um stöðu útvarpsstjóra að mati Capacent, en RÚV hefur sagst ekki ætla að birta nöfn umsækjenda líkt og tíðkast, einmitt til að laða að betri umsækjendur.
Er það skýrt brot á upplýsingalögum, en RÚV hefur borið við að stofnunin þurfi ekki að birta listann þar sem RÚV sé opinbert hlutafélag.
Hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, kallað eftir skýringum frá RÚV vegna þess og hafa fjölmiðlar krafist þess að fá listann afhentan á grundvelli upplýsingalaga.