fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Björn líkir Þórhildi Sunnu við Donald Trump

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. desember 2019 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Trump og menn hans hafa lagt sig fram um að kynna ákæruna og málssókn demókrata sem flokkspólitískt útspil – sama segir Þórhildur Sunna um bréf Ásmundar Friðrikssonar til Strassborgar.“

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til margra ára, í pistli á heimasíðu sinni.

Mynd Hanna DV

Þar fer hann yfir tvö helstu fréttamál vikunnar hér á landi á vettvangi stjórnmála; bréf Ásmundar Friðrikssonar til Evrópuráðsþingsins þar sem hann vakti athygli á broti Þórhildar á siðareglum þingmanna og þá staðreynd að Donald Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

„Forsetinn og menn hans hafa lagt sig fram um að kynna ákæruna og málssókn demókrata sem flokkspólitískt útspil þeirra sem þola ekki að tapa kosningum.

Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur í hendi sér hvenær hún sendir ákæruna til öldungadeildarinnar sem dæmir í málinu. Talið er víst að niðurstaðan þar verði eftir flokkslínum og meirihlutinn, repúblíkanar, sýkni forsetann,“ segir Björn.

Hann segir að Trump hafi ekki leynt reiði sinni yfir ákærunni. „Hann talar svo niðurlægjandi til demókrata að minnir helst á skammirnar sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lét dynja á Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir að „leyfa sér“ að vekja athygli Liliane Maury Pasquier, forseta þings Evrópuráðsins í Strassborg, á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flokkssystir Björns Levís, hefði fyrst íslenskra þingmanna gerst brotleg við siðareglur alþingismanna.“

Björn segir að það sé réttur Ásmundar að upplýsa forseta Evrópuráðsþingsins um álit siðanefndar. Bendir hann á að Þórhildur Sunna hafi orðið formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins árið 2017 og kosningu sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins. Segir Björn að tilkynningarskylda um þetta á vettvangi Evrópuráðsþingsins hafi hvíld á Þórhildi sjálfri, „ekki síst sem eindregnum talsmanni gagnsæis og ábyrgðar“ eins og Björn orðar það.

„Þórhildur Sunna brást á hinn bóginn mjög illa við fréttinni um tilkynningu Ásmundar og valdi þá leið að setja hana í stórt pólitíski samhengi eins og Donald Trump gerir vegna ákærunnar gegn sér. Slíkar yfirlýsingar hafa vafalaust áhrif á einhverja en þær breyta ekki efni málsins: ákæra hvílir á Trump og Þórhildur Sunna braut siðareglur alþingismanna. Undan staðreyndum verður ekki vikist með stóryrðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð