fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna bregst við klögunarbréfi Ásmundar – Guðmundur segir hann siðblindan – „Stjórnmálastéttinni til skammar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. desember 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef engar áhyggjur af þessu. Öfugt við Alþingi Íslendinga þá er ekki bannað að tala um spillingu í Evrópuráðsþinginu. Og ég veit ekki dæmi þess að þingmenn þjóðþinga séu að senda klögubréf um samþingmenn sína til Forseta PACE. Þetta verður kannski einna helst til þess að vekja athygli Evrópuráðsins á því að málfrelsi mitt var skert með þessum úrskurði siðanefndar,“

segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata við Eyjuna í dag.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi bréf til forseta Evrópuráðsþingsins þann 9. desember þar sem hann vakti athygli á því að Þórhildur Sunna hefði fyrst íslenskra þingmanna gerst brotleg við siðareglur þingmanna. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

„Mér finnst mik­il­vægt að gera viðvart um þessi brot þing­manns­ins. Þór­hild­ur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heil­ind­um og heiðarleika sam­kvæmt áliti for­sæt­is­nefnd­ar og siðanefnd­ar,“

segir Ásmundur við Morgunblaðið og nefnir að Evrópuráðsþingið eigi að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu út af þessu, þar sem Þórhildur er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, sem og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins:

„Evr­ópuráðsþingið hef­ur ít­rekað lagt mikla áherslu á það við aðild­ar­ríki sín að þau setji siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn sem feli jafn­framt í sér viður­lög. Þá hef­ur Evr­ópuráðsþingið sjálft sett sér siðaregl­ur þar sem kveðið er á um viður­lög við brot­um, til dæm­is skerðingu rétt­inda inn­an þings­ins,“

Ásmundur bætir við að Evrópuráðsþingið hafi áður látið sig varða skipan Íslandsdeildar og því myndi það sýna samræmi í aðgerðum sínum að hafa afskipti af málinu nú.

Dæmi um spillingu og siðblindu

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, telur Ásmund siðblindan:

„Þessum manni var gert að skila umtalsverðu fjármagni sem hann hafði tekið úr ríkissjóð án heimildar. Ásmundur Friðriksson er haldinn fullkominni siðblindu og er Alþingi og íslensku stjórnmálastéttinni til skammar. Auk þess að það er stórfurðulegt að þjófnaður þessa manns á almannafé hafi ekki verið rannsakaður og orðið að sakamáli. Þetta mál er eitt af nokkrum sem segja okkur að Ísland er spillt land.“

Viðurkenndi brotið

Upphaf málsins má rekja til þess þegar Ásmundur viðurkenndi í lok Kastljósþáttar þann 14. febrúar árið 2018 að hafa rukkað Alþingi fyrir akstur sinn með tökufólk ÍNN, þó svo það væri ekki hluti af þingmannsstörfum hans.

Þá ók Ásmundur alls 47 þúsund kílómetra árið 2017, en átti samkvæmt reglum Alþingis að notast við bílaleigubíl umfram 15 þúsund ekna kílómetra, sem hann gerði ekki. Fékk hann alls 4.6 milljónir frá Alþingi árið 2017 vegna ferðalaga innanlands.

Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu á RÚV þann 25. febrúar í fyrra að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið að sér almannafé, þegar málið var rætt, en þá lá fyrir „játning“ Ásmundar í Silfrinu. Hann endurgreiddi Alþingi síðan þá upphæð um svipað leiti, en frá því var ekki greint fyrr en löngu síðar.

Samt taldi forsætisnefnd Alþingis tilefni til að láta siðanefnd skoða ummæli Þórhildar, sem komst að þeirri niðurstöðu að þau köstuðu rýrð á Alþingi og gætu skaðað ímynd þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar