fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Sigurjón afhjúpar skoðun Halldórs Ásgrímssonar á Sigmundi Davíð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. desember 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson hefur marga fjöruna sopið í blaðamennsku og hann rifjar upp samskipti sín við Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins á vefmiðlinum Miðjunni, en Halldór féll frá árið 2015.

Sigurjón lýsir því hvernig Halldór trúði honum fyrir ýmsu er varðaði skoðanir hans á Framsóknarflokknum undir formennsku Guðna Ágústssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Leist ekkert á

Sigurjón lýsir því hvernig hann hafi lengi reynt að fá viðtal við Halldór, sem ávallt hafi neitað honum. Hinsvegar hafi hann loks samþykkt viðtal undir það síðasta, er þeir voru samferða í flugvél til Spánar og heim aftur:

„Við töluðum nokkuð mikið saman. Hann féllst á viðtal. Okkur fannst ekki liggja mikið á. En svo fór sem fór,”

segir Sigurjón. Þá nefnir hann að þeir hafi talað um flokksþing Framsóknarflokksins þegar Sigmundur hafi verið formaður:

„Ég spurði hvort hann hafi mætt á flokksþingið. Það hafði hann gert. Einungis til að hitta gamla vini. En hvað þótti honum  um Framsóknarflokk Sigmundar Davíðs? Halldóri leist ekkert á. Sagði flokkinn ekki vera þann flokk sem hann starfaði fyrir. Lengi sem varaformaður og síðar sem formaður í þrettán ár. Formaðurinn fyrrverandi leyndi ekki vonbrigðum sínum,”

segir Sigurjón.

Þess má geta að Sigmundur Davíð var líkburðarmaður við útför Halldórs árið 2015. Þá er aðeins tvisvar minnst á Sigmund Davíð í bók Guðjóns Friðrikssonar um Halldór Ásgrímsson, sem kom út fyrir skemmstu. Þá er lítið minnst á hvað Halldóri þótti um flokkinn eftir sinn tíma, en í bókinni segir:

„Halldór Ásgrímsson tjáði sig ekki um málefni Framsóknarflokksins eftir að hann yfirgaf vettvang stjórnmála. Hann ætlaði að gefa eftirmönnum sínum í forystu flokksins frítt spil en ekki vera á hliðarlínunni eins og honum fannst Steingrímur Hermannsson hafa verið. Oft mun honum þó hafa mislíkað á hvaða leið flokkur hans var og ýmis lítilsvirðing sem nýir þingmenn Framsóknarflokksins sýndu honum og arfleifð hans í orðum.“

Guðni var ekki formaður

Sigurjón heldur síðan áfram:

„Við töluðum mikið um Framsókn. Á einum stað í samtalinu nefndi ég Guðna Ágústsson og sagði, sem var, að Guðni hafi verið formaður Framsóknarflokksins. Halldór Ásgrímsson sagði það ekki rétt. Neitaði að Guðni hafi verið formaður. Ég þrætti. Þá sagði hann að Guðni hafi aldrei verið kjörinn formaður. Hann hafi tekið við formennsku þar sem hann hafi verið varaformaður þegar formaður sagði af sér. Það væri ólíkt sinni þrettán ára formennsku.”

Ósætti og kúvendingar

„Víst er að Halldór var mjög ósáttur með hvaða leið Framsóknarflokkurinn fór síðustu ár. Ekki síst vegna kúvendingarinnar í Evrópumálunum. Fleira úr samtali okkar vil ég ekki opinbera,”

segir Sigurjón en vísar í fimm ára gamla frétt sína um kúvendingu Framsóknar í afstöðu sinni til ESB þegar Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra og flokkurinn var afhuga ESB, ólíkt því þegar flokkurinn var undir forystu Halldórs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna