fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Eyjan

Ríkið gerist vistvænt í endurnýjun á 800 bíla flota sínum – Stofnkostnaður hækkar mikið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. desember 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla sem einnig eru hagkvæmir, en innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal aðgerða á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Allir bílar ríkisins verða vistvænir, nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar. Ríkið rekur nú um 800 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum, samkvæmt tilkynningu.

Nýtt verklag

Til þess að innleiða nýja stefnu er lagt til nýtt verklag, sem Ríkiskaup og bílanefnd bera ábyrgð á. Í því felst að fá sérfræðinga til þess að útfæra útboðslýsingar sem ná yfir þarfir meirihluta ríkisaðila með það að markmiði að skila vistvænum og hagkvæmum bifreiðum. Þeim stofnunum sem stefna að því að kaupa bifreið verði skylt að taka þátt í sameiginlegum útboðum þar sem útboðslýsingarnar tryggja að keyptar verði vistvænar og hagkvæmar bifreiðar.

Meginreglan verður að bifreiðar verði vistvænar í öllum tilfellum þar sem starfsemi stofnana krefst ekki ekki annarra kosta.

Dregið úr heildarlosun

Með aðgerðunum má draga úr heildarlosun ríkisins vegna ökutækja á skömmum tíma. Að auki er rekstrarkostnaður vistvænna bifreiða lægri og heildarlíftímakostnaður og vistferilskostnaður tækjanna minni. Gera má ráð fyrir að stofnkostnaður bifreiðakaupa hækki en innkaupsverð vistvænna ökutækja er í mörgum tilvikum hærra en verð hefðbundinna ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir hagkvæmari opinbera gjaldtöku af vistvænum ökutækjum. Sameiginlegum útboðum er ætlað að ná fram besta mögulega verði.

Ríkisstjórn hefur þegar samþykkt að ráðherrabifreiðar verði rafvæddar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk