fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Borgarfulltrúar fá veglegt jólafrí: „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. desember 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar fá veglegt jólafrí frá fundarhöldum yfir hátíðarnar þar sem búið er að fresta tveimur borgarráðsfundum í desember og einum í janúar.

Mun borgarráð ekki funda fyrr en í janúar og eftir borgarstjórnarfundinn í dag verður sá næsti ekki á dagskrá fyrr en 21. janúar, en kosið verður um niðurfellinguna í dag, að sögn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem gagnrýnir þetta fyrirkomulag meirihlutans:

„Enn þverskallast meirihlutinn að byrja fundina að morgni til að spara útgjöld
Það eru ekki ný tíðindi – en: Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því:

Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020
Nú stendur til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi.”

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“