fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Arion banki greiðir sekt vegna United Silicon

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. desember 2019 16:26

Kísilverksmiðjan í Helguvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli með sátt þar sem Arion banki greiðir 21 milljón í sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka vegna United Silicon í Helguvík.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Arion banka í apríl 2018 að það hefði til skoðunar meðferð bankans á hagsmunaárekstrum í tengslum við aðkomu bankans að fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þeirri skoðun er nú lokið með sátt þar sem Arion banki viðurkennir að láðst hafi að skrá með skipulegum og formlegum hætti innan bankans greiningu hagsmunaárekstra í tengslum við kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum á árinu 2015 og þátttöku þeirra í hlutafjárhækkunum Sameinaðs Sílikons hf. á árunum 2016 og 2017. Heimilt er að ljúka málum sem þessum með sátt, enda er ekki um að ræða meiri háttar brot og fellst Arion banki á að greiða sekt að fjárhæð 21 milljón króna.

Arion banki gegndi fjölþættu hlutverki við öflun fjármagns til uppbyggingar verksmiðjunnar sem óhjákvæmilega fól í sér hagsmunaárekstra. Bankinn upplýsti viðskiptavini sína um þessi tengsl og gætti þess að til staðar væru viðeigandi mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar myndu skaða hagsmuni viðskiptavina. Hvorki voru gerðar athugasemdir við greiningu hagsmunaárekstra né mótvægisaðgerðir bankans en líkt og segir í sáttinni, láðist að skjala greiningu á hagsmunaárekstrum og hefur bankinn þegar brugðist við þessari yfirsjón og bætt innri skráningu hagsmunaárekstra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar