Miðflokkurinn hefur lagt fram skýrslubeiðni á Alþingi þar sem svara er krafist frá forsætisráðherra um aðdraganda og afleiðingar ofsaveðursins í síðustu viku.
Undibúningur gagnrýndur
Í greinargerð Miðflokksins kemur fram sterk gagnrýni á opinberar stofnanir. Spurningarnar sem Miðflokkurinn krefst svara við snúa flestar að raforkukerfinu og hvort og þá hvernig, ekki hefði betur mátt standa að undirbúningnum vegna veðursins.
„Illskiljanlegt er að á meðan björgunarmenn undirbjuggu sig fyrir óveðrið hafi opinberir aðilar ekki gert hið sama. Svo virðist sem RARIK, Landsnet og e.t.v. fleiri hafi ekki gert sambærilegar ráðstafanir og Landsbjörg. Í það minnsta virðist sem ekki hafi verið fluttur búnaður sem grípa mætti til svo sem varaaflsstöðvar, rafmagnsstaurar o.fl. sem verður að teljast sérstakt í ljósi þess sem áður hefur gerst og hve ítarlega hafði verið varað við veðrinu.“
Þar er einnig fundið að fréttaflutningi RÚV:
„Ríkisútvarpið flutti takamarkaðar fréttir af ástandinu en vísaði að öðru leiti á vef sinn sem fáir gátu séð vegna rafmagnsleysis.“
Spurningarnar eru eftirfarandi:
- Hvers vegna voru raforkuflytjendur og seljendur, aðallega RARIK og Landsnet ekki
- betur undir óveðrið búin?
- Var vitað um veikleika í raforkukerfinu á þeim svæðum sem verst urðu úti?
- Hvað skýrir að ekki var tiltækt varaafl t.d. Sauðárkróki, Hvammstanga, Dalvík, Ólafsfirði og víðar?
- Hvar voru til reiðu varahlutir t.d. línur, staurar, varaaflsstöðvar o.þ.h. á vegum RARIK og Landsnets?
- Hve langan tók að koma á rafmagni á þeim stöðum þar sem það fór af?
- Hve margir landsmenn voru án rafmagns?
- Til hvaða ráðstafana verður gripið til að koma í veg fyrir að svona ástand geti endurtekið sig?
- Hverjar voru ástæður hverrar bilunar fyrir sig og hvaða úrbætur þarf að gera til að þær endurtaki sig ekki?
- Hvað skýrir að fjarskipti duttu út og var ástæðan alls staðar sú sama og hvað verður gert til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig ?
- Tetra kerfið virkaði ekki sem skyldi, hvers vegna og til hvaða aðgerða þarf að grípa?
- Eru eldri fjarskiptakerfi (fastlínukerfið) enn til staðar og getur nýst í neyð?
- Ríkisútvarpið hefur ákveðið almannavarnarhlutverk, hvernig var samhæfing við stofnunina og fengu landsmenn skilaboð um ástandið með fullnægjandi hætti?
- Hvaða leiðir eru færar til koma skilaboðum til landsmanna við aðstæður sem þarna sköpuðust?
- Til hvaða aðgerða verður gripið til að tryggja að upplýsingar berist íbúum svæða sem kunna að verða fyrir hamförum sem þessum?
- Upplýsa þarf nákvæmlega um hvar varaafl er til staðar, hvar það þarf að vera til staðar og hvers vegna það var ekki til reiðu er á reyndi.
- Hver voru áhrifin á aðra innviði, vatns- og hitaveitur, samgöngur o.fl.?
- Hvar á þeim svæðum sem rafmagnsleysi varð hefur Landsnet orðið fyrir því að viðhalds- og nýframkvæmdir, hvað línulagnir/byggðalínu varða, hafa tafist vegna leyfismála.
- Lagfæring á hvaða hluta leyfisveitingaferilsins er líklegust til að sporna við slíkum töfum.
- Hvernig var viðbúnaður og viðbragð þeirra sem bera ábyrgð á að samgöngur haldist greiðar?
- Viðbrögðin virðast ekki hafa verið nægjanlega markviss hjá opinberum aðilum, hvaða úrbætur þarf að gera?
- Hve mikið er samfélagslegt tjón af völdum óveðursins?