fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Breska kosningakerfið og kosningaúrslitin – er það réttlátt?

Egill Helgason
Laugardaginn 14. desember 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér að ofan má sjá ótrúlegar tölur sem lýsa kosningakerfinu í Bretlandi. Bak við hvern þingmann Græningja eru 865,677 atkvæði, bak við hvern þingmann Frjáslyndra demókrata eru 366,038 atkvæði, bak við hvern þingmann Verkamannaflokksins 50,835 atkvæði, hjá Íhaldsflokknum er talan 38,264 atkvæði en 25,882 atkvæði hjá Skoska þjóðarflokknum.

Það má líka minna á að í kosningunum 2015 fékk Ukip 12,6 prósent atkvæða en aðeins einn þingmann af þeim 650 sem sitja í Westminster.

Svona virkar kerfi einmenningskjördæma þar sem eru engin uppbótarsæti, heldur er sá einfaldlega kjörinn sem hefur flest atkvæði í hverju kjördæmi. Réttlætingin fyrir svona kosningakerfi er að oftastnær gefur það einum flokki meirihluta, hann getur þá stjórnað að vild, þarf ekki að gera málamiðlanir. En ef atkvæði falla „rétt“ getur flokkur, annað hvort Verkamannaflokkurinn eða Íhaldsflokkurinn, náð meirihluta með vel innan við 40 prósent atkvæða.

Við hér á Íslandi búum við kerfi hlutfallskosninga þar sem er reynt að tryggja hverjum flokki þingstyrk miðað við fylgi hans. Þetta þýðir að ævinlega þarf að mynda hér samsteypustjórnir með tilheyrandi málamiðlunum. Flokkum er síðan legið á hálsi að svíkja kosningaloforð sín, en það er í raun innbyggt í kerfið. Enginn getur komið sínum ítrustu stefnumálum í framkvæmd.

Sums staðar getur þetta kerfi reynst býsna erfitt í meðförum, eins og til dæmis á Spáni og í Ísrael þar sem er kosið aftur og aftur og án þess að takist að kalla fram meirihluta fyrir ríkisstjórn.

Í kosningunum á fimmtudag fékk Íhaldsflokkurinn 43,6 prósent atkvæða en 56 prósent þingmannanna í Westminster. Það er kominn góður meirihluti fyrir Brexit á forsendum Boris Johnson, þótt í raun hafi flokkar sem eru andsnúnir Bexit eða mjög gagnrýnir á það fengið meirihluta atkvæða.

Á vef Chanel 4 í Bretlandi er dregin upp mynd af því hvernig kosningaúrslitin gætu litið út ef væri hlutfallskosning, það sem kallast proportional representation.

Sjá má að þingmönnum Íhaldsflokksins myndi fækka talsvert, en Frjálslyndir demókratar fengju 74 þingmenn í stað 11. Frjálslyndir demókratar fengu 3,7 milljónir atkvæða. Þingmönnum Skoska þjóðarflokksins myndi snarfækka, en aftur kæmust 17 græningjar á þing, fá einn nú. Þarna hefði hugsanlega verið hægt að mynda samsteypustjórn undir forystu Verkamannaflokksins – og Brexit hefði væntanlega tekið á sig aðra mynd.

Í greininni segir að Verkamannaflokkurinn hafi ekki þurft að kvarta yfir þessu kerfi – og það er reyndar eðli þess að sá sem sigrar í kosningunum og fer með völdin vill ekki breyta því. Þegar Tony Blair vann stórsigur í kosningunum 1997 fékk hann næstum sama atkvæðahlutfall og Johnson nú, um 43 prósent en 418 þingsæti, hérumbil 50 fleiri en Íhaldið hefur nú.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK