fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Guðmundur Andri sakaður um trúnaðarbrot: „Undarlegt að vera orðinn akkúrat sá þingmaður sem helst er talinn hafa gerst brotlegur í Samherjamálinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2019 12:34

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk ákúrur á Alþingi fyrir að hafa greint frá efni fundar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þegar ákveðið var ða hefja frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Athugasemdir vegna þessa athæfis Guðmundar Andra voru bókaðar á nefndarfundi og Guðmundur Andri var gagnrýndur í ræðustól Alþingis.

Á meðan þessu stóð var Guðmundur Andri staddur á loftslagsráðstefnu í Madríd. Guðmundur er sagður hafa brotið 19. grein þingskaparlaga sem kveður á um trúnað um það sem gestir og nefndarmenn segja á lokuðum nefndarfundum. Guðmundur Andri segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að það að segja frá afstöðu einstaka nefndarmanna í málinu væri trúnaðarbrot. Hann fer yfir málið í nýrri Facebook-færslu sem er eftirfarandi:

Í dag sný ég aftur til þingstarfa eftir nokkra daga í Madríd. Í fjarveru minni fékk ég ákúrur, bæði í formi bókunar á nefndarfundi og í ræðustól Alþingis vegna frásagnar hér á Facebook af fundi í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar ákveðið var að hefja frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra eins og komið hafði þá fram í fréttum. Töldu fulltrúar meirihluta, og talsmaður þeirra, Líneik Anna Sævarsdóttir, að ég hefði brotið 19. grein þingskaparlaga sem kveður á um trúnað um það sem gestir og nefndarmenn segja á lokuðum nefndarfundum. Ég taldi mig vera að bregðast við ákalli í samfélaginu um það að fá að vita hvað Alþingi hyggst – eða hyggst ekki – aðhafast í Samherjamálinu, en gætti þess einmitt í færslunni að rekja ekki einstök ummæli einstakra nefndarmanna þegar tekist var á um frumkvæðisathugun á hæfi ráðherra en greindi frá afstöðu þeirra með almennum orðum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að sú afstaða væri trúnaðarmál – og átta mig ekki enn á því. Ég tel mig með öðrum orðum ekki brotlegan við téða grein, sem ég tel setta til að vernda gesti á nefndarfundum og tryggja trúnað um viðkvæm mál og upplýsingar, ekki mál sem þegar eru á almennu vitorði eins og hér var um að ræða.

Nú hef ég aldrei sóst sérstaklega eftir píslarvætti en það er óneitanlega undarlegt að vera nú orðinn akkúrat sá þingmaður sem helst er helst talinn hafa gerst brotlegur í starfi í Samherjamálinu. Og fyrir þá höfuðsök að segja frá, enda ekkert frekar til þess fallið að rýra virðingu Alþingis, að mati þessa fólks, en að segja frá því sem þar fer fram.

Sjálfur held ég að það sé einn grunnurinn að því að endurreisa virðingu Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK