fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Jóhannes segist vita hverjir reyndu að myrða hann – „Þetta voru fleiri en eitt skipti“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. desember 2019 16:52

Jóhannes Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, hefur áður sagt að reynt hafi verið að koma honum fyrir kattarnef vegna þeirra upplýsinga sem hann hafði undir höndum um Samherja. Hann hefur sagt að reynt hafi verið að eitra fyrir honum og að hann hafi þurft að ganga um með lífverði. Jóhannes kemur fram í viðtali í Kastljósi í kvöld en þar segir Jóhannes að hann viti hverjir hafi verið á bakvið verknaðinn.

RÚV birti í dag brot úr viðtalinu þar sem þetta kemur fram meðal annars. Jóhannes segir til dæmis að hann hafi á tímabili verið með þrettán lífverði með sér en einnig segir hann að namibíska lögreglan sé nú að rannsaka tilraunir sem gerðar hafi verið til að myrða sig. Hann segir þessar ítrekuðu tilraunir hafi staðið yfir lengi, en það var í júlí 2016 sem þær byrjuðu.

„Ég var með gott fólk í kringum mig og það grípur inn í. Það var byrjað að fá upplýsingar um að það væri ekki allt með feldu. Síðan fór maður að taka eftir ýmsu skrítnu eins og það væri verið að fylgjast með manni og skrítnir vinir og mikill áhugi á tölvunni minni og frameftir götum,“ segir Jóhannes. „Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þetta því þeim finnst þeim vera komið með það mikið af upplýsingum. Ég hef verið talsvert veikur og hef verið í umsjá læknis síðan þá.“

„Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvar og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti,“ segir Jóhannes og bendir á að það hafi komið upp tilvik þar sem næstum hafi tekist að ráða hann af dögunum. Sem betur fer hafi hann verið með lífverðina með sér. „Það voru sendir aðilar til að taka mig út þar sem ég þurfti að hafa uppundir þrettán lífverði. Það voru reyndar tvö skipti sem ég þurfti að hafa uppundir þrettán.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK