fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Jóhannes segir yfirlýsingar Samherja vera skrýtnar – Skaut Samherji sjálfan sig í fótinn?

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi starfsmaður Samherja, var í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar kom meðal annars fram að Jóhannes viti hverjir hafi reynt að koma honum fyrir kattarnef. Jóhannes var síðan spurður út í ýmsa hluti varðandi Samherjamálið.

Stjórnendur Samherja hafa haldið því fram að í umfjölluninni um Samherja sé verið að draga upp einhliða mynd af viðskiptum fyrirtækisins. Jóhannes vísar þessu á bug í viðtalinu. „Ég get bara sagt að öll mín gögn og póstar, ég er búinn að afhenda þá bæði til héraðssaksóknara og til rannsóknaraðila í Namibíu og gerði það auðvitað bara á síðasta ári. Þeir póstar sem voru birtir voru fyrst og fremst bara þeir póstar sem sneru beint að þessu máli og það verða birtir fleiri póstar og mér finnst þetta það þá kannski bara ágætt að Samherji sýni þann vilja að þeir ætli þá bara að afhenda þá alla tölvupóstana mína til héraðssaksóknara frá því 2011,“ sagði Jóhannes.

Samherji hefur gefið það í skyn að Jóhannes sé að halda eftir einhverjum tölvupóstum frá fjölmiðlum og Wikileaks sem gætu sýnt aðra mynd af Samherja en þá sem hefur verið sýnd í umfjöllun fjölmiðla um málið. Jóhannes tekur undir það að Samherji sé að gefa þetta í skyn. „Já en það stenst bara ekki. En eins og ég segi þá er þeim bara velkomið að reyna að villa um fyrir fólki og svoleiðis en rannsóknaraðilar og Wikileaks er með alla mína pósta,“ segir hann.

Þá segir Jóhannes að þessar yfirlýsingar Samherja séu skrýtnar og að þær muni nýtast rannsóknaraðilum í rannsókn á Samherja. Það má því velta því fyrir sér hvort að Samherji hafi verið að skjóta sig í fótinn með þessum yfirlýsingum sínum. „Þetta stenst ekkert,“ ítrekar Jóhannes. „Til dæmis er búið að handtaka sex hákarla í Nambiíu. Eitt málið er að þeir hafa þegið mútur frá Samherja upp á einhverjar átta hundruð milljónir. Ég er bara ábyrgur fyrir 20 eða 30 prósent af þeim. En þeim er bara velkomið að segja það sem þeir vilja,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar