fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Kári Stefánsson: „Í guðanna bænum ekki setja orð í minn munn“ – Hart tekist á í Silfrinu milli Kára og Heiðrúnar

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. desember 2019 15:04

Kári og Heiðrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagskrárliðnum Vettvangur dagsins í Silfrinu í dag var rætt um málefni líðandi stundar. Eitt af málunum sem upp komu var pistill Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem vakti mikla athygli í vikunni. Í kjölfarið var hart tekist á um efnið milli þeirra Kára og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Pistill Kára ber heitið Landráð ? en hann fjallar um að ekki sé allt með felldu þegar kemur að verði á makríl sem landað sé hér á landi og vísar í skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs um samanburð á verði makríls á Íslandi og Noregi: „Þar sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðaltali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%. Það er heimsmarkaður á makríl þannig að verðið í Noregi markaðist af heimsmarkaðsverðinu. Verðið á Íslandi markaðist af einhverju allt öðru. Heildartekjur útgerðarinnar íslensku af makríl á því ári voru um 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi,“ sagði Kári meðal annars í pistlinum

„Þjóðin á það skilið að fá meira fyrir sinn snúð en þetta.“

Kári veltir því fyrir sér hvað sé að í íslenskum sjávarútvegi í Silfrinu, hvað það sé sem veldur því að Íslendingar fái svona lítinn pening fyrir makrílinn á meðan Norðmenn moka inn seðlunum fyrir þessa sömu tegund. „Annað hvort eru íslenskir útvegsmenn bara svona ofsalega lélegi bissness menn eða þeir eru að svindla,“ segir Kári. Hann bendir á mikilvægi þess að málið sé rannsakað ofan í kjölinn því arðsemi auðlindarinnar sem hafið er á að skila sér til þjóðarinnar en ekki í vasa einstaka manna. „Þjóðin á það skilið að fá meira fyrir sinn snúð en þetta.“

„Makríll er ekki stöðluð hrávara,“ segir Heiðrún bendir eina ástæðu fyrir þessum mikla verðmuni sem er á Íslandi og í Noregi sé verkunin á fiskinum en verkunin getur verið mjög mismunandi. Þá sýður upp úr.

„Stoppaðu í eina sekúndu,“ segir Kári en Heiðrún biður um að fá að klára. Kári segir henni endurtekið að stoppa en Heiðrún gefst ekki upp strax. Á endanum nær Kári þó stjórninni og segir „Nú ertu að leiða okkur út í mýri vegna þess ef það er mismunandi verð fyrir mismunandi [verkun á makríl], hvers vegna eru þá íslenskir útgerðarmenn að vinna þennan makríl þannig þeir fái fyrir hann sem lægst verð? Hvað býr þar að baki?“

„Þetta lítur illa út“

Heiðrún segir þá að makríllinn sé ólíkur eftir svæði. Hún nefnir þá aðra ástæðu sem er markaðurinn fyrir makrílinn. Hún segir að Norðmenn séu með betri aðstöðu á góðum mörkuðum, eins og í Japan og öðrum löndum í Asíu, sökum forskots í makrílveiðum en Ísland byrjaði ekki að veiða makríl í einhverju magni fyrr en snemma á þessum áratugi. „Í dag erum við að flytja til Úkraínu, við erum að flytja til Egyptalands,“ segir Heiðrún og bendir á að við séum að flytja í mjög litlu magni til Japans, sem er besti markaðurinn. Ísland sé einungis með um 2% af markaðnum í Japan.

Egill Helgason, þáttastjórnandi Silfursins, spyr þá Kára hvort hann sé ánægður með þessi svör. Kári svarar því neitandi. „Þessi svör eru mjög skynsamleg, eins og allt sem hún segir, en þetta nægir ekki til að skýra þennan gífurlega mun sem er. Það er eitthvað annað að,“ segir Kári og bætti við að verðlag aflans sem landað var í Noregi hafi sveiflast eftir heimsmarkaðsverði, en á Íslandi hafi verðið verið nákvæmlega það sama allt árið um kring. „Það er eins og menn hafi komið sér saman um hvað þeir ætli að borga fyrir þennan makríl án tillits til þess hvað fæst fyrir hann á mörkuðum erlendis, þetta lítur illa út,“ segir Kári.

„Í guðanna bænum ekki setja orð í minn munn“

„Það verð sem að Kári heldur því fram að við getum fengið fyrir makrílinn, það er óþekkt í heiminum,“ segir Heiðrún og heldur áfram. „Ef að menn væru að fá hér einhverjar 430 krónur á kílóið fyrir makríl þá vil ég gjarnan fá að heyra hvar sá markaður er því við höfum ekki fundið hann og norðmenn hafa ekki fundið hann,“ segir hún en þá er Kári ekki sáttur. „Í guðanna bænum ekki setja orð í minn munn. Ég sagði aldrei að ég vissum hvaða verð við gætum fengið fyrir makríl, ég sagði að það lítur þannig að það þurfi að rannsaka það, punktur,“ segir Kári.

Hægt er að horfa í þáttinn í heild sinni á vef Ríkisútvarpsins.

Lesa meira: Kári Stefánsson:„Það hlýtur að hafa verið verðsamráð – Landráð?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar