fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefði verið virkilega gaman að fylgjast með ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur undanfarin tvö ár ef hún hefði haft þetta pólitíska hugrekki. Hún hefði getað nýtt sína meintu hæfileika sem mannasættir og málamiðlari til að halda ólíkum flokkum hamingjusömum meðan þeir gerðu í sameiningu langþráðar breytingar á samfélaginu án þrúgandi spilltrar nærveru Sjálfstæðisflokksins.“

Svo skrifar Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður, í Stundina og lætur hugann reika um hvernig veruleikinn væri í dag ef Katrín Jakobsdóttir hefði ekki myndað ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokkum:

„Katrín Jakobsdóttir var með pálmann í höndunum eftir góðan kosningasigur VG. Sjálfstæðisflokkurinn var í sárum eftir margvísleg hneykslismál (eina ferðina enn og síðan!) og það var dauðafæri til að setja hann út á kant í íslenskri pólitík. VG og Katrín hefðu þurft að sýna umtalsvert pólitískt hugrekki með að beita sér fyrir myndun fjölflokkastjórnar á miðju og vinstrivæng, og Katrín hefði þurft að sýna pólitíska hæfileika með því að sannfæra Framsóknarflokkinn um að taka þátt í því ævintýri. Í staðinn fór Katrín með stuðningi Svandísar Svavarsdóttur og Steingríms J. sömu leið og Jón Baldvin 1991 – auðveldu leiðina í faðm Sjálfstæðisflokksins af því hann á að vera stór og sterkur og stöðugur.“

Huglaus Katrín og hrokafullur Sjálfstæðisflokkur

Illugi hefur látið VG fá það óþvegið á liðnum misserum í greinum sínum fyrir að hafa farið í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum. Hann segir að Katrín hafi sýnt hugleysi með því að fara auðveldari leiðina:

„En hún hafði því miður ekki það hugrekki og í staðinn leikur Sjálfstæðisflokkurinn enn lausum hala, orðinn hrokafyllri en nokkru sinni fyrr, því hann gerir sér nú grein fyrir því að jafnvel hinni meinti „höfuðandstæðingur“ hans, sem VG þóttist vera, mun ekki hrófla við honum og þeirri valdapólitík og hagsmunagæslu sem hann gengur út á.“

Illugi kennir námsskeið í hjásögu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, eins konar „hvað ef“ sögu, þar sem vöngum er velt yfir því hvernig heimurinn væri í dag ef til dæmis Hitler hefði komist inn í myndlistaakademíuna í Vínarborg á sínum tíma, í stað þess að vera hafnað.

„Á námskeiðum um hjásögu eftir 50 ár eða svo er ég smeykur um að litið verði á ríkisstjórnarmyndunina 2017 sem misheppnað tækifæri til að gefa upp á nýtt í íslensku samfélagi. Í staðinn sitjum við uppi með sömu hundana og venjulega en auðstéttin hefur öll tromp á hendi. Þökk sé VG.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka