fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Eyþór Arnalds – „Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur lengi átt í útistöðum við Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, ekki síst vegna deilna þeirra um hlut Eyþórs í Árvakri og hvernig kaupin á honum voru fjármögnuð af Samherja, sem Dóra Björt hefur sagt lykta af spillingu og gefið í skyn að Eyþór sé í vasanum á Samherja og hafi verið margsaga um málið í skýringum sínum. Skrifaði hún grein sem heitir Miskunnsami Samherjinn, þar sem hún lýsti Sjálfstæðisflokknum sem flokki „sérhagsmuna, spillingar og yfirgengilegrar græðgi.“

Veik málefnastaða

Eyþór þylur upp í aðsendri grein á Mannlífi, ýmis mál sem eiga að bera vitni um hræsni Dóru Bjartar þegar talið berst að spillingu eða verið sé að afvegaleiða umræðuna:

„Sumir pólitíkusar freistast til að tala um eitthvað allt annað þegar málefnastaðan er veik. Í þrígang hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, komið sér undan því að ræða um þetta umdeilda deiliskipulag í Elliðaárdal við mig í útvarpi. Í stað þess hefur hún einbeitt sér að ræða um eignarhlut minn í Árvakri,“

segir Eyþór.

Hann nefnir einnig að Píratar eigi erfitt með að venjast því að þeir séu í meirihluta og hafi völd:

„Bragginn var byggður á þeirra vakt. Píratar neituðu þeirri staðreynd að tölvupóstum hafði verið eytt. Þeir bera fulla ábyrgð á því að byggja atvinnuhúsnæði á þúsundir fermetra í sjálfum Elliðaárdalnum. Og Píratar hafa fellt tillögur um að íbúarnir fái að kjósa um málið.“

Þurfi að líta í eigin barm

Eyþór segir Dóru Björt ekki sjá neitt athugavert við að Reykjavíkurborg hafi brotið á starfsmönnum, líkt og héraðsdómur hafi komist að niðurstöðu um á síðasta ári og þylur upp mörg mál sem líta ansi illa út fyrir meirihlutann:

„Pírötum finnst kannski ekkert að því að borgin hafi brotið jafnréttislög með ráðningu borgarlögmanns eins og Jafnréttisstofa úrskurðaði um. Borgin sjálf snuðaði öryrkja á vakt Pírata og var dæmd í Hæstarétti fyrir það atferli. Endurgreiðslur til öryrkja töfðust um árabil eftir dóminn og lentu öryrkjar í sérkennilegum fjármagnstekjuskatti vegna dráttarins. Oddvita Pírata finnst væntanlega ekkert að því að borgin sinni ekki skyldum sínum gagnvart heimilislausu fólki eins og Umboðsmaður Alþingis komst að í áliti sínu. Píratar bera líka ábyrgð á dótturfélögum borgarinnar síðustu fimm árin en Orkuveitan var uppvís að því að oftaka vatnsgjöld af íbúum samkvæmt úrskurði samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. Sorpa gleymdi kostnaði upp á 1600 milljónir og Félagsbússtaðir eyddu hundruðum milljóna án heimilda. Í staðinn fyrir að sinna skyldum sínum gagnvart borgarbúum og laga það sem er í ólagi (og það er ófátt), fer Dóra Björt í manninn.“

Að lokum segir Eyþór að Dóra Björt þurfi kannski að líta í eigin barm áður en hún gagnrýni aðra:

„Það er ágætt í aðdraganda jólanna að Dóra rifji upp biblíusöguna um miskunnsama samverjann. Í beinu framhaldi er eðlilegt að rifja upp söguna af flísinni og bjálkanum. „Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“

Sjá einnig:   Eyþór – „Það er enginn með mig í vasanum”

Sjá nánarBorgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga:„Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“

Sjá einnigSjáðu hvernig mútufélag Samherja tengist Eyþóri Arnalds – „Ég er engum háður“

Sjá einnigÞórhildur Sunna með rökstuddan grun um Eyþór Arnalds sem hyggst klaga Dóru Björt – „Þessi ummæli eru þvert á siðareglur“

Sjá einnigDóra Björt sakar Eyþór um blákaldar lygar – „Átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?