fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, stefnir í áframhaldandandi fækkun starfsfólks næstu sex mánuðina.

Stjórnendur 422 stærstu fyrirtækja landsins voru spurðir um framtíðarhorfur næsta árs og er gert ráð fyrir að 600 manns missi vinnuna á tímabilinu, en 24 þúsund manns starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni og nemur fækkunin því hálfu prósenti:

„Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun.“

Alls 14% bjuggust við fjölgun í sínu fyrirtæki, en 24% töldu að fækkun myndi eiga sér stað, en mesta fækkunin er talin eiga sér stað í byggingarfyrirtækjum og verslunarstörfum, þó svo hún nái til allra starfa. Helst séu það sérhæfð þjónustustörf sem séu undanþegin.

Þá kemur fram að ekki séu væntingar um að staðan versni mikið meira á næstunni og að lítill skortur sé á starfsfólki. Þá eru verðbólguvæntingar stjórnenda svipaðar og Seðlabanka Íslands fyrir sama næsti 12 mánuði, eða um 2.5 prósent.

Svarhlutfall í könnuninni var 50%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar