fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Björgólfur Thor sagður fá 30 milljarða í arð

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 14:57

Björgólfur Thor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, mun fá 250 milljón dollara arðgreiðslu frá fjarskiptafélaginu WOM í Chile að sögn Viðskiptablaðsins. Eru það um 30 milljarðar króna.

Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs, en unnið er að sölunni. Erlendir fjölmiðlar segja hinsvegar að órói og mótmæli í Chile gætu fælt fjárfesta frá.

Novator hefur fjárfest í WOM fyrir 400 milljónir dollara, um 50 milljarða króna, en það keypti árið 2015 fjarskiptafélagið Nextel og breytti nafninu í WOM. Er markaðshlutdeild félagsins sögð hafa farið úr  þremur prósentum í 18 prósent á þeim tíma þar ytra og sé með um 6.5 milljónir viðskiptavina.

Novator á í fjarskiptafélögunum Nova á Íslandi og Play í Póllandi, ásamt yfir tylft annarra félaga.

Björgólfur var í 1.116 sæti á lista Forbes yfir milljarðamæringa um mitt þetta ár, en mögulega hækkar hann eitthvað á listanum við þessar fréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“