Niðurstöður Pisa-könnunar á læsi eru áhyggjuefni sem fyrr. Einn af hverjum þremur drengjum getur ekki lesi almennilega. Skýringarnar eru sjálfsagt marþættar, en líklega er þeirra helst að leita í tölvum- og snjallsímum, allur sá heimur virðist fremur soga til sín pilta en stúlkur. Það er líka orðið áberandi hversu miklu fleiri konur en karlmenn leita sér menntunar í æðri menntastofnunum.
Gleymum því svo ekki að ólæsir strákar verða um síðir ólæsir karlar. Og þá getur voðinn satt að segja verið vís.